Farþegaskipið Pacific Sun fékk á sig hnút á dögunum þar sem það var á siglingu um 400 mílur undan strönd Nýja Sjálands.
Á öryggismyndavélum má sjá hvernig farþegar og húsgögn þeyttust í allar áttir. Engum varð þó meint af og skemmdir urðu litlar.
Bannað er að hlæja að óförum fólksins á myndbandinu sem fylgir þessari frétt.