Fyrrverandi öryggisvörður: Leituðu að sprengjum og eltu bíla Valur Grettisson skrifar 11. nóvember 2010 09:37 Bandaríska sendiráðið. Það var ekki tekið út með sældinni að aka hægt framhjá því. „Ég vann þarna í tæpt ár og sá að þetta var ekki eðlilegt," segir fyrrverandi starfsmaður Securitas sem vann við öryggisgæslu í bandaríska sendiráðinu árið 2002. Hann treystir sér ekki til þess að koma fram undir nafni. Hann fullyrðir að ómerktur bíll, með óeinkennisklæddum starfsmönnum Securitas, hafi veitt bifreið eftirför sem ók of hægt framhjá sendiráðinu. Þá segir starfsmaðurinn fyrrverandi að hann ásamt vinnufélögum sínum hafi leitað að sprengjum undir bílum í nágrenninu. „Við fengum sérstakan spegil til þess, svo áttum við að láta yfirmann öryggismála í sendiráðinu vita ef við fyndum sprengjuna," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og áréttar að hvorki hann né kollegar hans hafi hlotið sérstaka þjálfun í að leita að sprengjum eða bregðast við ef slík skyldi finnast. Hann segir tvö öryggisteymi hafi verið starfrækt í sendiráðinu, eitt teymið leitaði að sprengjum og kannaði næsta umhverfi, hitt teymið var í ómerktri bifreið. Öryggisverðirnir sem sátu í bílnum voru óeinkennisklæddir að sögn fyrrverandi starfsmannsins. Hann fullyrðir að í eitt skiptið hafi bílateymið veitt bifreið eftirför sem ók of hægt, að þeirra mati, framhjá sendiráðinu. Þeir eltu svo bílinn niður að Sæbraut þar sem starfsmennirnir eiga að hafa gefið ökumanninum merki með handapati um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn ansaði ekki bendingum bílateymisins heldur hélt för sinni áfram. Þá munu öryggisverðirnir hafa kallað á lögreglu sem svaraði kallinu og stöðvaði bílinn á Snorrabrautinni vegna grunsemda öryggisvarðanna. „Þar var ökumaðurinn víst yfirheyrður af lögreglunni," segir starfsmaðurinn fyrrverandi. „Mér fannst þetta roslega paranója á sínum tíma," segir maðurinn sem starfar í dag sem forritari erlendis. Hann segist hafa enst í starfinu í tæpt ár eftir nám. „Það endaði nú með því að ég hætti í samráði við yfirmennina," segir öryggisvörðurinn fyrrverandi sem þá var rétt rúmlega tvítugur. Hann segir margt hafa verið undarlegt við eftirlit öryggisvarða Securitas í bandaríska sendiráðinu. Hann segist til að mynda hafa blöskrað þegar hann sá útprentun úr öryggismyndavél af pari af mið-austurlenskum uppruna, sem hann vill meina að hafi verið venjulegir ferðamenn, upp á vegg í sendiráðinu. „Svo stóð að við ættum að láta vita ef við sæjum parið aftur í nágrenni sendiráðsins," segir hann og bætir við: „Mér fannst þetta nú pínu skrýtið." Sjálfur segist hann ekki vita hvað var gert við upplýsingar sem Bandaríkjamenn söfnuðu. Þá segist hann ekki geta lagt mat á það hvort talsmenn sendiráðsins hafi verið að segja ósatt með yfirlýsingum sínum varðandi eftirlitssveitina. Sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga sagði í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi að enginn hefði verið eltur í þessu eftirliti. Hann útskýrði í þættinum að eftirlitsmenn hefðu ávallt hringt á lögregluna þætti ástæða til þess að kanna málin betur. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
„Ég vann þarna í tæpt ár og sá að þetta var ekki eðlilegt," segir fyrrverandi starfsmaður Securitas sem vann við öryggisgæslu í bandaríska sendiráðinu árið 2002. Hann treystir sér ekki til þess að koma fram undir nafni. Hann fullyrðir að ómerktur bíll, með óeinkennisklæddum starfsmönnum Securitas, hafi veitt bifreið eftirför sem ók of hægt framhjá sendiráðinu. Þá segir starfsmaðurinn fyrrverandi að hann ásamt vinnufélögum sínum hafi leitað að sprengjum undir bílum í nágrenninu. „Við fengum sérstakan spegil til þess, svo áttum við að láta yfirmann öryggismála í sendiráðinu vita ef við fyndum sprengjuna," segir starfsmaðurinn fyrrverandi og áréttar að hvorki hann né kollegar hans hafi hlotið sérstaka þjálfun í að leita að sprengjum eða bregðast við ef slík skyldi finnast. Hann segir tvö öryggisteymi hafi verið starfrækt í sendiráðinu, eitt teymið leitaði að sprengjum og kannaði næsta umhverfi, hitt teymið var í ómerktri bifreið. Öryggisverðirnir sem sátu í bílnum voru óeinkennisklæddir að sögn fyrrverandi starfsmannsins. Hann fullyrðir að í eitt skiptið hafi bílateymið veitt bifreið eftirför sem ók of hægt, að þeirra mati, framhjá sendiráðinu. Þeir eltu svo bílinn niður að Sæbraut þar sem starfsmennirnir eiga að hafa gefið ökumanninum merki með handapati um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn ansaði ekki bendingum bílateymisins heldur hélt för sinni áfram. Þá munu öryggisverðirnir hafa kallað á lögreglu sem svaraði kallinu og stöðvaði bílinn á Snorrabrautinni vegna grunsemda öryggisvarðanna. „Þar var ökumaðurinn víst yfirheyrður af lögreglunni," segir starfsmaðurinn fyrrverandi. „Mér fannst þetta roslega paranója á sínum tíma," segir maðurinn sem starfar í dag sem forritari erlendis. Hann segist hafa enst í starfinu í tæpt ár eftir nám. „Það endaði nú með því að ég hætti í samráði við yfirmennina," segir öryggisvörðurinn fyrrverandi sem þá var rétt rúmlega tvítugur. Hann segir margt hafa verið undarlegt við eftirlit öryggisvarða Securitas í bandaríska sendiráðinu. Hann segist til að mynda hafa blöskrað þegar hann sá útprentun úr öryggismyndavél af pari af mið-austurlenskum uppruna, sem hann vill meina að hafi verið venjulegir ferðamenn, upp á vegg í sendiráðinu. „Svo stóð að við ættum að láta vita ef við sæjum parið aftur í nágrenni sendiráðsins," segir hann og bætir við: „Mér fannst þetta nú pínu skrýtið." Sjálfur segist hann ekki vita hvað var gert við upplýsingar sem Bandaríkjamenn söfnuðu. Þá segist hann ekki geta lagt mat á það hvort talsmenn sendiráðsins hafi verið að segja ósatt með yfirlýsingum sínum varðandi eftirlitssveitina. Sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga sagði í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi að enginn hefði verið eltur í þessu eftirliti. Hann útskýrði í þættinum að eftirlitsmenn hefðu ávallt hringt á lögregluna þætti ástæða til þess að kanna málin betur.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira