Viðskipti erlent

Aðstæður í Grikklandi einstakar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jean Claude Trichet á ekki von á því að Spánn fylgi á eftir Grikklandi. Mynd/ AFP.
Jean Claude Trichet á ekki von á því að Spánn fylgi á eftir Grikklandi. Mynd/ AFP.
Aðstæður í Grikklandi eru einstakar og ástandið mun ekki breiðast út til annarra ríkja, t.d. Spánar, segir Jean Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu.

Grikkland óskaði í gær eftir 6800 milljarða neyðaraðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ástæðan fyrir þessu var sú að fyrr í vikunni varð ljóst að fjárlagahallinn í Grikklandi var miklu stærri en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Á fundi G 20 ríkja í Washington sagði Trichet að vandi ríkja framundan væri umtalsverður en Spánn myndi ekki fylgja Grikklandi eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×