Skýr grunngildi 7. nóvember 2010 16:09 Mynd/Pjetur Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins. Stjórnlaganefnd mun svo vinna úr niðurstöðum fundarins og leggja þær fyrir stjórnlagaþing þegar það kemur saman í febrúar 2011, ásamt eigin hugmyndum. Kosið verður til stjórnlagaþingsins þann 27. nóvember næstkomandi. Samantekt efnisflokka á Þjóðfundinum:LAND OG ÞJÓÐ - Gildi og gildistengd atriði sem lúta að sjálfstæði ríkisins, menningu og landshögum, svo sem framsýni, gildi íslenskrar tungu og landsbyggðar. Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og er skrifuð fyrir fólkið í landinu. Stjórnarskráin á að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar. Hún verði kynnt í skólum og almenningi tryggð áhrif á ákvarðanir í þjóðmálum. Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga.SIÐGÆÐI - Almenn siðferðileg gildi án sérstakra tengsla við stjórnskipun eða stjórnmál, svo sem heiðarleiki, virðing, ábyrgð, umburðarlyndi, sanngirni og samkennd. Stjórnarskráin skal byggja á siðferðisgildum. Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Lögð sé áhersla á heiðarleika kjörinna fulltrúa, embættismanna, lög og siðareglur. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings. Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi.MANNRÉTTINDI - Gildi sem liggja til grundvallar eða tengjast viðteknum mannréttindum, svo sem jafnrétti og jafnræði, tjáningarfrelsi, menntun, trúfrelsi og eignaréttur. Allir skulu njóta mannréttinda samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur lofað að virða, svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og lágmarksframfærslu. Vægi atkvæða verði jafnt.RÉTTLÆTI, VELFERÐ OG JÖFNUÐUR - Gildi og gildistengd atriði sem lúta almennt að réttlæti, velferð og jöfnuði, t.d. með tilliti til menntunar, heilbrigði og framfærslu. Tryggja skal öllum landsmönnum mannsæmandi lífskjör óháð kyni, kynþætti, aldri, búsetu, vinnu, þjóðerni, trúarskoðun, efnahag, fötlun, kynhneigð eða skoðunum. Allir skulu hafa jafnan rétt til framfærslu, menntunar, heilbrigðisþjónstu og félagsþjónustu. Lífeyrisréttindi skulu öllum tryggð. Vægi atkvæða skal vera jafnt og refsilög skýr.NÁTTÚRA ÍSLANDS, VERND OG NÝTING - Gildi og gildistengd sem lúta að umhverfi, þ.á.m. auðlindum, svo sem sjálfbærni, umhverfisvernd og þjóðareign. Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir.LÝÐRÆÐI - Hvers kyns gildi og gildistengd atriði sem lúta beint að þátttöku þjóðarinnar í stjórn ríkisins, svo sem þjóðaratkvæði og kosningaréttur. Einnig gildi tengd forsendum lýðræðis, t.d. miðlun upplýsinga. Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi, kosningar með persónukjöri, þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds og skýrum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni. Skipan dómara skal endurskoðuð. Kjósendur með jafnan atkvæðisrétt geti einir breytt stjórnarskrá.VALDDREIFING, ÁBYRGÐ OG GAGNSÆI - Gildi og gildistengd atriði sem lúta almennt að uppbyggingu ríkisins og meðferð ríkisvalds, svo sem dreifing valdsins, gegnsæi og stöðugleiki. Einnig gildi (og gildistengd atriði) sem lúta að störfum einstakra stofnana og handhafa ríkisvalds og ábyrgð þeirra. Tryggja þarf þrígreiningu valds þar sem hlutverk og ábyrgð ráðamanna séu skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Stjórnarskráin ætti að tryggja gagnsæi og eftirlit með stjórnsýslu. Fagmennska ráði för við ráðningar í störf í stjórnsýslunni. Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Takmarka ætti þann tíma sem alþingismenn mega sitja á þingi. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla.FRIÐUR OG ALÞJÓÐASAMVINNA - Gildi og gildistengd atriði sem lúta að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, svo sem öryggi, friður og hlutleysi. Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki sem leggi áherslu á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland taki virkan þátt í samstarfi um náttúruvernd, sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd mannréttinda og þróunar- og hjálparstarfi. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturÞjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll í gær. Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs að aldri og var kynjaskipting nánast jöfn.Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur Tengdar fréttir Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7. nóvember 2010 11:28 Þjóðfundurinn gæti aukið bilið milli almennings og stjórnmála Sænskur prófessor í stjórnmálafræði sem kom hingað til að fylgjast með Þjóðfundinum segir að fundurinn sé afar áhugaverð tilraun, sem sé einstæð á Norðurlöndum. Verði hins vegar ekki hlustað á fólkið gæti fundurinn orðið til að auka bilið á milli almennings og stjórnmála. 7. nóvember 2010 12:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Niðurstöður Þjóðfundarins sem fram fór í Laugardalshöll í gær voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Meðal helstu niðurstaðna eru að náttúra og auðlindir landsins séu óframseljanleg þjóðareign sem eigi að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Þá er kveðið á um að atkvæða vægi verði jafnt, þingseta þingmanna verði háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Þá er lagt til að skipan dómara verði endurskoðuð. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings, að mati Þjóðfundarins. Stjórnlaganefnd mun svo vinna úr niðurstöðum fundarins og leggja þær fyrir stjórnlagaþing þegar það kemur saman í febrúar 2011, ásamt eigin hugmyndum. Kosið verður til stjórnlagaþingsins þann 27. nóvember næstkomandi. Samantekt efnisflokka á Þjóðfundinum:LAND OG ÞJÓÐ - Gildi og gildistengd atriði sem lúta að sjálfstæði ríkisins, menningu og landshögum, svo sem framsýni, gildi íslenskrar tungu og landsbyggðar. Stjórnarskráin er sáttmáli sem tryggir fullveldi og sjálfstæði Íslendinga og er skrifuð fyrir fólkið í landinu. Stjórnarskráin á að standa vörð um íslenska tungu, menningu og auðlindir þjóðarinnar. Hún verði kynnt í skólum og almenningi tryggð áhrif á ákvarðanir í þjóðmálum. Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga.SIÐGÆÐI - Almenn siðferðileg gildi án sérstakra tengsla við stjórnskipun eða stjórnmál, svo sem heiðarleiki, virðing, ábyrgð, umburðarlyndi, sanngirni og samkennd. Stjórnarskráin skal byggja á siðferðisgildum. Siðgæðisþema nýrrar stjórnarskrár skal vera mannvirðing, tjáningarfrelsi og tillitssemi. Lögð sé áhersla á heiðarleika kjörinna fulltrúa, embættismanna, lög og siðareglur. Til að efla og bæta siðgæði þjóðarinnar þarf að kenna siðfræði í skólum landsins og auka samfélagslega ábyrgð almennings. Á Íslandi skal valdhöfum settur skýr rammi þar sem mannvirðing, ábyrgð og skyldur við þegna landsins eru höfð að leiðarljósi.MANNRÉTTINDI - Gildi sem liggja til grundvallar eða tengjast viðteknum mannréttindum, svo sem jafnrétti og jafnræði, tjáningarfrelsi, menntun, trúfrelsi og eignaréttur. Allir skulu njóta mannréttinda samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum sem Ísland hefur lofað að virða, svo sem tjáningarfrelsis, friðhelgi einkalífs, trúfrelsis og eignarréttar. Tryggja skal jafnræði fyrir lögum óháð kyni, trú, þjóðerni, kynþætti, búsetu og kynhneigð. Allir skulu njóta jafns réttar til náms, heilbrigðisþjónustu og lágmarksframfærslu. Vægi atkvæða verði jafnt.RÉTTLÆTI, VELFERÐ OG JÖFNUÐUR - Gildi og gildistengd atriði sem lúta almennt að réttlæti, velferð og jöfnuði, t.d. með tilliti til menntunar, heilbrigði og framfærslu. Tryggja skal öllum landsmönnum mannsæmandi lífskjör óháð kyni, kynþætti, aldri, búsetu, vinnu, þjóðerni, trúarskoðun, efnahag, fötlun, kynhneigð eða skoðunum. Allir skulu hafa jafnan rétt til framfærslu, menntunar, heilbrigðisþjónstu og félagsþjónustu. Lífeyrisréttindi skulu öllum tryggð. Vægi atkvæða skal vera jafnt og refsilög skýr.NÁTTÚRA ÍSLANDS, VERND OG NÝTING - Gildi og gildistengd sem lúta að umhverfi, þ.á.m. auðlindum, svo sem sjálfbærni, umhverfisvernd og þjóðareign. Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir.LÝÐRÆÐI - Hvers kyns gildi og gildistengd atriði sem lúta beint að þátttöku þjóðarinnar í stjórn ríkisins, svo sem þjóðaratkvæði og kosningaréttur. Einnig gildi tengd forsendum lýðræðis, t.d. miðlun upplýsinga. Á Íslandi skal vera virkt og gagnsætt lýðræði. Vægi atkvæða verði jafnt í einu kjördæmi, kosningar með persónukjöri, þingseta þingmanna háð tímatakmörkunum og þeim fækkað. Lýðræðið byggi á þrískiptingu valds og skýrum lögum um þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni. Skipan dómara skal endurskoðuð. Kjósendur með jafnan atkvæðisrétt geti einir breytt stjórnarskrá.VALDDREIFING, ÁBYRGÐ OG GAGNSÆI - Gildi og gildistengd atriði sem lúta almennt að uppbyggingu ríkisins og meðferð ríkisvalds, svo sem dreifing valdsins, gegnsæi og stöðugleiki. Einnig gildi (og gildistengd atriði) sem lúta að störfum einstakra stofnana og handhafa ríkisvalds og ábyrgð þeirra. Tryggja þarf þrígreiningu valds þar sem hlutverk og ábyrgð ráðamanna séu skýr. Ráðherrar skulu ekki gegna þingmennsku ásamt ráðherraembætti. Stjórnarskráin ætti að tryggja gagnsæi og eftirlit með stjórnsýslu. Fagmennska ráði för við ráðningar í störf í stjórnsýslunni. Endurskoða þarf vald forseta Íslands og taka afstöðu til neitunarvalds hans. Takmarka ætti þann tíma sem alþingismenn mega sitja á þingi. Tryggja þarf sjálfstæði dómstóla.FRIÐUR OG ALÞJÓÐASAMVINNA - Gildi og gildistengd atriði sem lúta að stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, svo sem öryggi, friður og hlutleysi. Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki sem leggi áherslu á samvinnu við aðrar þjóðir, sérstaklega á norðurslóðum. Ísland sé málsvari friðar og taki þátt í alþjóðasamstarfi í þeim tilgangi. Öryggi landsins skal tryggt. Ísland taki virkan þátt í samstarfi um náttúruvernd, sjálfbæra nýtingu auðlinda, vernd mannréttinda og þróunar- og hjálparstarfi. Ísland sé herlaust og kjarnorkuvopnalaust. Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturÞjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll í gær. Fundinn sóttu 950 manns af landinu öllu, frá 18 ára til 91 árs að aldri og var kynjaskipting nánast jöfn.Mynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/PjeturMynd/Pjetur
Tengdar fréttir Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7. nóvember 2010 11:28 Þjóðfundurinn gæti aukið bilið milli almennings og stjórnmála Sænskur prófessor í stjórnmálafræði sem kom hingað til að fylgjast með Þjóðfundinum segir að fundurinn sé afar áhugaverð tilraun, sem sé einstæð á Norðurlöndum. Verði hins vegar ekki hlustað á fólkið gæti fundurinn orðið til að auka bilið á milli almennings og stjórnmála. 7. nóvember 2010 12:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Langflestir telja að niðurstöðurnar muni gagnast stjórnlagaþingi Þjóðfundur um stjórnarskrá tókst afar vel að mati þátttakenda, en 950 manns sátu fundinn. Í fundarlok voru þátttakendur allir inntir álits á framkvæmd og áhrifum fundarins. 93% þeirra telja að niðurstöður fundarins muni gagnast stjórnlagaþingi við vinnu þess að nýrri stjórnarskrá, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. 7. nóvember 2010 11:28
Þjóðfundurinn gæti aukið bilið milli almennings og stjórnmála Sænskur prófessor í stjórnmálafræði sem kom hingað til að fylgjast með Þjóðfundinum segir að fundurinn sé afar áhugaverð tilraun, sem sé einstæð á Norðurlöndum. Verði hins vegar ekki hlustað á fólkið gæti fundurinn orðið til að auka bilið á milli almennings og stjórnmála. 7. nóvember 2010 12:45