Fótbolti

Ancelotti: Flestir Ítalir munu styðja Chelsea gegn Inter

Ómar Þorgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea hellti bensíni á eldinn í sálfræðistríðinu gegn knattspyrnustjóranum José Mourinho hjá Inter ítölskum fjölmiðlum í dag.

Ancelotti lýsir því yfir að vegna óvinsælda sem Portúgalinn hefur skapað sér á Ítalíu með alls konar tuði og leiðindum muni flestir Ítalir halda með Chelsea þegar liðin mætast í Meistaradeildinni á San Siro-leikvanginum annað kvöld.

Ancelotti gagnrýnir Mourinho jafnframt fyrir að gera lítið úr eftirmönnum sínum í starfi hjá Lundúnafélaginu.

„Allir á Ítalíu, fyrir utan stuðningsmenn Inter, munu styðja Chelsea gegn Inter annað kvöld. Það er eingöngu útaf því hvernig Mourinho hefur hagað sér.

Hann er vissulega góður í því sem hann er að gera en ég myndi aldrei beita sömu brögðum og hann. Það er líka rétt að Chelsea hefur ekki unnið neina titla eftir að hann fór en mér rámar nú í að maður að nafni Avram Grant hafi gert ágætis hluti með félagið og komist ansi nálægt því að vinna sjálfa Meistaradeildina," sagði Ancelotti í viðtali við Il Giornale.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×