Lífið

Plötusnúðar snúa bökum saman í HumanWoman

Gísli Galdur og Jón Atli leggja nú lokahönd á fyrstu plötu HumanWoman. Mynd/Valgarður Gíslason
Gísli Galdur og Jón Atli leggja nú lokahönd á fyrstu plötu HumanWoman. Mynd/Valgarður Gíslason

„Við skiljum ekki afhverju við erum ekki löngu búnir að vinna saman áður, enda búnir að vera félagar í mörg ár," segir Jón Atli Helgason, plötusnúður með meiru, um nýja hljómsveit hans og Gísla Galdurs Þorgeirsonar, HumanWoman. Þeir hafa báðir staðið á bakvið plötusnúðaborðið á mörgum af helstu skemmtistöðum borgarinnar og eru þekktir undir nöfnunum Sexy Lazer og Dj.Magic.

„Við byrjuðum með HumanWoman sem svona remix verkefni. Við endurhljóðblönduðum til dæmis lagið Thin Ice með GusGus sem heppnaðist mjög vel," segir Jón Atli en vegna velgengi samstarfsins ákváðu þeir að stofna hljómsveitina. Gísli og Jón Atli skiptast á að syngja og leika á hin ýmsu hljóðfæri.

Félagarnir hafa eytt síðustu mánuðum í stúdíói og lýsa tónlist sinni sem poppi med goth glam ívafi.

Fyrsta lag sveitarinnar fór í spilun fyrr í vikunni en það ber nafnið Delusional og mun eflaust heyrast á nokkrum dansgólfum um helgina. „Núna erum við að leggja lokahönd á plötuna sem mun koma út með haustinu. Þá verða tónleikar og tilheyrandi húllumhæ." segir Jón Atli að lokum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.