Að stemma stigu við nauðgunum: Skref í rétta átt Sigríður J. Hjaltested skrifar 25. nóvember 2010 07:00 Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fyrri hluta umfjöllunar minnar um hvernig stemma megi stigu við nauðgunum, sem birtist hér í Fréttablaðinu í gær, var m.a. fjallað um forvarnir og gildi þeirra, nýtt samskiptamynstur fólks og tengsl þess við sönnunarstöðu í nauðgunarmálum og ungmenni í áhættuhópi. Hvað er þá til ráða? Ungmenni á Íslandi byrja snemma að stíga sín fyrstu skref í samskiptum við hitt kynið. Það þarf því að brýna fyrir þeim í hverju eðlileg samskipti séu fólgin með fræðslu sem þarf að vera viðvarandi. Á ég þá við fræðslu um dagleg samskipti kynjanna, gagnkvæma virðingu og kynferðisleg samskipti. Í því sambandi sé lögð megináhersla á gagnkvæman vilja og samþykki. Fróðlegt væri að gera skoðanakannanir á meðal ungmenna á því hvað þau telja vera „eðlilegt" í dag. Það segir sig nefnilega sjálft að hafi þau skakka mynd af því sem er eðlilegt nú er það líklegra en ekki til fylgja þeim út þeirra fullorðinsár. Skoða þarf hvort ekki sé tímabært að endurskoða samræmda skólanámskrá en bent hefur verið á að styrkja þurfi bæði kennara og foreldra til þess að geta rætt opinskátt við ungmenni um kynhegðun. Þá þarf að leggja áherslu á rétt viðbrögð ef nauðgun á sér stað en það er veigamikið atriði. Er þá bæði átt við að tryggja sönnunargögn og að vita hvert skuli leitað eftir hjálp. Til fróðleiks má taka saman nokkra punkta sem eru þörf áminning:•Berðu virðingu fyrir sjálfum þér og öðrum. Ekki samþykkja það sem þú vilt ekki gera og ekki þrýsta á einhvern annan til þess að gera eitthvað sem þú telur hann ekki vilja gera. Sértu í vafa, slepptu því. •Ekki tala í hálfkveðnum vísum er þú lætur vilja þinn í ljós - sendu skýr skilaboð ef þess er nokkur kostur. •Þú mátt segja „nei" jafnvel þótt þú sért með því að skipta um skoðun. •Ekki láta undan þrýstingi um að hitta einhvern eða fara með einhverjum sem þú þekkir ekki, farðu aldrei ein/einn. •Ekki taka þátt í neinu sem þú sérð að er rangt. Taktu afstöðu með þeim sem hallar á. •Mundu að fara vel með áfengi og verðir þú viðskila við vinahóp eftir að áfengis hefur verið neytt skaltu fá einhvern sem þú treystir, helst fjölskyldu, til þess að fylgja þér heim. •Ekki senda myndir af þér fáklæddri/-um eða sýna þig þannig í vefmyndavél. Þú veist aldrei hvert efnið getur farið að lokum eða í hvaða tilgangi það er notað. •Mundu að vista samskipti þín á netinu. •Ekki hika við að leita ráða og/eða hjálpar. Við getum öll verið sammála því að hlúa þurfi að og veita þolendum nauðgana nauðsynlega aðstoð. Á þetta við hvort sem þeir taka ákvörðun um að kæra verknaðinn eða ekki. Í þessu sambandi hvílir mikil ábyrgð á þeim sem fyrst fá upplýsingar eða grunar að nauðgun hafi átt sér stað. Áhrifaríkasta aðferðin að mínu mati við að stemma stigu við nauðgunum er forvarnir. Í því sambandi má nefna að þörf er á opinni og upplýstri umræðu þar sem fjallað er um nauðganir á málefnalegan hátt og frá ýmsum hliðum. Það er nefnilega staðreynd að fjaðrafok og rangtúlkanir eru aðeins til þess að draga kjarkinn úr fólki. Þeir aðilar sem koma að þessum málum þurfa að viðurkenna hlutverk hvors annars og treysta því að unnið sé af heilindum. Nauðsynlegt er að forvarnir nái til barna strax á grunnskólastigi þar sem það að stemma stigu við nauðgunum er gert að markmiði vinnunnar. Slíkt forvarnastarf þarf að vera öflugt og í takt við þá vinnu sem SAFT hratt af stað í tengslum við örugga netnotkun. Slíkt verkefni væri hverrar krónu virði. Þá þarf forvarnastarf einnig að ná til fullorðinna einstaklinga. Skyndikynni eru mjög algeng í dag og eiga sér því miður allt of oft stað þegar dómgreindin er skert, t.d. vegna neyslu áfengis. Einnig hefur „stefnumótamenning" rutt sér til rúms með tilkomu samskiptasíðna. Þar er boðið upp á nánast hvað sem er og gengið út frá því að fólk gangi með opnum huga til leiks. Efla þarf miðlæga deild lögreglunnar sem sinnir kynferðisbrotamálum. Eins og sakir standa og vegna sparnaðar í kerfinu er uppbygging deildarinnar í dag ekki eins og að var stefnt. Miklu af upplýsingum og þekkingu er fyrir að fara í deildinni sem nauðsynlegt er að greina og vinna úr. Að mínu mati væri kostur að sérstakur forvarnafulltrúi starfaði í deildinni eða í tengslum við deildina, sem sinnti þessum málum eingöngu. Að sjálfsögðu er lögreglan reiðubúin til þess að leggja sitt að mörkum til þess að stemma stigu við nauðgunum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun