Kýr lokaðar inni árið um kring - bíta aldrei ferskt gras Erla Hlynsdóttir skrifar 25. nóvember 2010 13:06 Íslenskir neytendur sýna almennt áhugaleysi þegar kemur að velferð dýra samanborið við neytendur í nágrannalöndum okkar Mynd úr safni Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. Þannig eru dæmi um að mjólkurkýr hér á landi fái aldrei að fara út til að bíta gras og anda að sér fersku lofti. Þess í stað eyða þær árinu innandyra þar sem þær gera lítið nema nærast, mjólka og skila frá sér úrgangi. Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir er meðal þeirra sem í starfi sínu hefur þrýst á kúabændur um að virða reglur um útivist kúa. Henni þykir miður hversu lítið íslenskir neytendur eru meðvitaðir um velferð dýra. Hún tekur dæmi frá Danmörku þar sem neytendur hafa krafist þess að fá lífrænar afurðir í auknum mæli. Sú krafa hefur ekki verið hávær hér á landi. „Mér finnst sorglegt hvað neytendur eru lítið vakandi," segir hún. Að sögn Katrínar myndi það auðvelda starf eftirlitsaðila með því að lögum um dýravernd og búfjárhald sé fylgt ef neytendur væru virkari þrýstihópur.Sjálfvirk mjaltaþjónabú Með aukinni tæknivæðingu hefur færst í vöxt að kúabændur byggi svokölluð mjaltaþjónafjós, þar sem kýrnar ganga lausar og láta mjólka sig þegar þeim hentar með alsjálfvirkum mjaltatækjum. Á Íslandi eru tæplega 100 slík fjós af rúmlega 600 fjósum. Miðað við stærð og afkastagetu mjaltaþjóna má ætla að um 20% allra hérlendra kúa séu í mjaltaþjónafjósum. Þá er rúmlega helmingur allra kúa í svonefndum lausagöngufjósum, þar sem kýrnar ganga lausar inn í fjósunum. Í þessum fjósum er velferð kúa augljóslega betri en kúa sem eru bundnar á bása.Fá ekki að sletta úr klaufunum Árni Stefán Árnason sem er að leggja lokahönd á meistararitgerð sína um dýraverndarlög, við Háskólann í Reykjavík, segir það ómannúðlega meðferð á kúm að halda þeim innandyra allt sitt líf. Hann bendir á að þegar kúm er sleppt lausum taka þær gleði sína líkt og kálfur á vordegi og sletta sannarlega úr klaufunum. „Þeim er eðlislægt að fara út og bíta gras," segir Árni Stefán.Umræðan á byrjunarstigi Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur um lífrænan búskap og landnýtingu hjá Bændasamtökum Íslands og formaður Dýraverndunarsambands Íslands, ritaði grein vorið 2009 um aukna innilokun mjólkurkúa og nauðsyn þess að þær fái að fara út á beit. Fram til þessa hafði lítil sem engin umræða verið um þessi mál hér á landi og má í raun segja að hún sé enn á byrjunarstigi meðal almennings. Ólafur ritar að á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og Svíþjóð, hefur mikið verið rætt um að mjólkurframleiðendur séu í auknum mæli hættir að hleypa mjólkurkúm út á sumarbeit. Þetta er fylgifiskur stærri búa en þó sérstaklega notkun sjálfvirkra mjaltatækja. Dönsku dýraverndarsamtökin, Sænsku dýraverndarsamtökin og Dýraverndarsamband Íslands hafa hvatt til þess að allar mjólkurkýr fái að fara út á beit. Tekið skal fram að á lífrænt vottuðum kúabúum fara mjólkurkýr allt árið á beit nema óveður hamli. Tengdar fréttir Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Mjólkurkýr eiga samkvæmt reglugerð að fá átta vikna útivist á ári. Því er leyfilegt að þeim sé haldið inni samfellt tíu mánuði á ári. Þó er misbrestur á því að þær fái þessa tveggja mánaða útivist sem þeim ber, eins og Vísir greindi frá fyrr í dag en Matvælastofnun hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir að brjóta þessar reglur. Þannig eru dæmi um að mjólkurkýr hér á landi fái aldrei að fara út til að bíta gras og anda að sér fersku lofti. Þess í stað eyða þær árinu innandyra þar sem þær gera lítið nema nærast, mjólka og skila frá sér úrgangi. Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir er meðal þeirra sem í starfi sínu hefur þrýst á kúabændur um að virða reglur um útivist kúa. Henni þykir miður hversu lítið íslenskir neytendur eru meðvitaðir um velferð dýra. Hún tekur dæmi frá Danmörku þar sem neytendur hafa krafist þess að fá lífrænar afurðir í auknum mæli. Sú krafa hefur ekki verið hávær hér á landi. „Mér finnst sorglegt hvað neytendur eru lítið vakandi," segir hún. Að sögn Katrínar myndi það auðvelda starf eftirlitsaðila með því að lögum um dýravernd og búfjárhald sé fylgt ef neytendur væru virkari þrýstihópur.Sjálfvirk mjaltaþjónabú Með aukinni tæknivæðingu hefur færst í vöxt að kúabændur byggi svokölluð mjaltaþjónafjós, þar sem kýrnar ganga lausar og láta mjólka sig þegar þeim hentar með alsjálfvirkum mjaltatækjum. Á Íslandi eru tæplega 100 slík fjós af rúmlega 600 fjósum. Miðað við stærð og afkastagetu mjaltaþjóna má ætla að um 20% allra hérlendra kúa séu í mjaltaþjónafjósum. Þá er rúmlega helmingur allra kúa í svonefndum lausagöngufjósum, þar sem kýrnar ganga lausar inn í fjósunum. Í þessum fjósum er velferð kúa augljóslega betri en kúa sem eru bundnar á bása.Fá ekki að sletta úr klaufunum Árni Stefán Árnason sem er að leggja lokahönd á meistararitgerð sína um dýraverndarlög, við Háskólann í Reykjavík, segir það ómannúðlega meðferð á kúm að halda þeim innandyra allt sitt líf. Hann bendir á að þegar kúm er sleppt lausum taka þær gleði sína líkt og kálfur á vordegi og sletta sannarlega úr klaufunum. „Þeim er eðlislægt að fara út og bíta gras," segir Árni Stefán.Umræðan á byrjunarstigi Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur um lífrænan búskap og landnýtingu hjá Bændasamtökum Íslands og formaður Dýraverndunarsambands Íslands, ritaði grein vorið 2009 um aukna innilokun mjólkurkúa og nauðsyn þess að þær fái að fara út á beit. Fram til þessa hafði lítil sem engin umræða verið um þessi mál hér á landi og má í raun segja að hún sé enn á byrjunarstigi meðal almennings. Ólafur ritar að á Norðurlöndunum, einkum í Danmörku og Svíþjóð, hefur mikið verið rætt um að mjólkurframleiðendur séu í auknum mæli hættir að hleypa mjólkurkúm út á sumarbeit. Þetta er fylgifiskur stærri búa en þó sérstaklega notkun sjálfvirkra mjaltatækja. Dönsku dýraverndarsamtökin, Sænsku dýraverndarsamtökin og Dýraverndarsamband Íslands hafa hvatt til þess að allar mjólkurkýr fái að fara út á beit. Tekið skal fram að á lífrænt vottuðum kúabúum fara mjólkurkýr allt árið á beit nema óveður hamli.
Tengdar fréttir Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43 Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Matvælastofnun kærir níu kúabú fyrir brot á lögum um dýravernd Matvælastofnun Íslands hefur kært níu kúabú til lögreglunnar fyrir brot á reglugerð um nautgripahald og lögum um dýravernd. Kærurnar koma til vegna þess að búin hafa vanrækt að tryggja kúnum átta vikna útivist á ári. Þetta er í fyrsta sinn sem kærur af þessu tagi eru lagðar fram hér á landi. Ekki fæst uppgefið um hvaða kúabú er að ræða en þau eru öll enn með fulla starfsemi og selja afurðir sínar til íslenskra neytenda. Kærurnar voru lagðar fram í gær. 25. nóvember 2010 11:43
Ill meðferð dýra til að mæta kröfum neytenda Kröfur neytenda og aukin eftirspurn er ástæðan fyrir því að dýrum sem slátrað er til matvælaframleiðslu er haldið innilokuðum við þröngan kost, jafnvel án þess að nokkurn tíman komast undir bert loft. Þetta er mat Árna Stefáns Árnasonar sem er að ljúka við meistararitgerð sína um íslensku dýraverndarlögin, við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 24. nóvember 2010 13:48