Sport

Ragnheiður komst í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir.
Ragnheiður Ragnarsdóttir komst í dag í undanúrslit í 100 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem haldið er í Eindhoven í Hollandi.

Ragnheiður synti á 54,83 sekúndum sem er 18 hundraðshlutum úr sekúndu frá Íslandsmetinu sem hún setti á Íslandsmótinu í 25 metra laug fyrr í mánuðinum.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir keppti einnig í greininni og varð í 35. sæti í undanriðlunum á tímanum 56,94 sekúndum.

Undanúrslitin fara fram síðar í dag. Ragnheiður fer þó þangað með ellefta besta tímann þar sem að fjórir Hollendingar og fjórir Þjóðverjar náðu betri tíma en Ragnheiður. Aðeins tveir keppendur frá hverri þjóð komast áfram og því detta hinir úr leik.

Hrafn Traustason keppti í 100 metra bringusundi og varð í 35. og neðsta sæti í undanriðlunum á morgun. Hann synti á einni mínútu og 4,35 sekúndum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×