Þúsundir bíða enn bótanna 25. nóvember 2010 07:30 Þrátt fyrir tap vegna niðurfellingar flugs skila bresku flugfélögin góðum hagnaði.nordicphotos/AFP Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í Bretlandi bíða þúsundir manna enn eftir endurgreiðslum og bótum frá flugfélögum sem felldu niður ferðir í vor vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli. Breska flugmálaeftirlitið hefur sent viðvaranir til flugfélaganna, enda ber þeim bæði að endurgreiða fargjöld og greiða sanngjarnar bætur vegna viðbótarkostnaðar. Breska dagblaðið Daily Mail segir að flugfélög hafi gert viðskiptavinum eins erfitt fyrir og mögulegt er. Til að mynda hafi þau einhliða og án heimildar sett hámark á greiðslur og margir fái einungis greitt fyrir brot af því fjárhagstjóni sem þeir urðu fyrir. Einnig sé tölvupóstum ekki svarað, þannig að viðskiptavinir þurfi að hringja í dýr símanúmer til að útskýra mál sitt. Blaðið segir þetta stinga í augu, ekki síst þegar flugfélög á borð við Ryanair og EasyJet hafi nýlega skýrt frá umtalsverðum rekstrarhagnaði. Þannig hafi hagnaður Ryanair aukist um 17 prósent og verið 452 milljónir punda, sem er tíföld sú fjárhæð sem fyrirtækið segir það hafa kostað sig að fella niður tíu þúsund flugferðir vegna öskunnar. Hagnaður EasyJet reyndist þegar upp var staðið 152 milljónir punda, þrátt fyrir 65 milljóna kostnað vegna gossins.- gb
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira