Umfjöllun: Vörnin og markvarsla Pálmars lykill að öruggum FH-sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2010 21:09 FH-ingar fagna sigrinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjá meira
FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjá meira