Umfjöllun: Vörnin og markvarsla Pálmars lykill að öruggum FH-sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2010 21:09 FH-ingar fagna sigrinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti