Kristján L. Möller: Bætum loftið með vistvænum samgöngum 5. maí 2010 06:15 Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Samgöngur og hvers kyns flutningar eru þau svið sem hafa einna mest áhrif á umhverfi okkar og eitt brýnasta verkefnið sem stjórnvöld hvar sem er í heiminum standa frammi fyrir er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Engin stjórnvöld eru undanskilin í því verkefni. Enginn einstaklingur er heldur undanskilinn. Í dag hefst átakið ,,Hjólað í vinnuna" og því kjörið að hrinda aðgerðum af stað. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands er lögð áhersla á umhverfismál og við þurfum að skipa málum þannig að til dæmis iðnaður og flugstarfsemi standist kröfur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Þetta á einnig við um sjávarútveg og aðrar samgöngugreinar. Í dag geta þeir starfsmenn samgönguráðuneytisins sem þess óska skrifað undir samgöngusamning við ráðuneytið. Tilgangurinn er að greiða fyrir því að starfsmenn nýti sér vistvænar samgöngur, gangi, hjóli eða noti almenningssamgöngur til að sækja vinnu. Þeir sem skuldbinda sig til þess afsala sér rétti til að fá greiddan bílastæðakostnað en fá þess í stað árlegan styrk vegna kostnaðar við árskort í strætó eða vegna hjólreiða eða göngu. Með þessu móti sýnum við í verki vilja til framlags til að ná árangri í baráttunni fyrir betra loftslagi. Þá vil ég nefna tilraunaverkefnið með repju sem orkugjafa hér á landi. Siglingastofnun hefur með rannsóknum sýnt fram á að unnt er að rækta hérlendis repju og framleiða úr henni olíu sem nota má á skipsvélar. Er talið að fá megi orkugjafa fyrir allt að 10% af eldsneyti skipaflotans. Okkur vantar aðeins herslumuninn til að unnt sé að hrinda þessu af stað. Mun ég fela starfshópi að útfæra hugmyndir um verkefnið og fjármögnun þess. Hér að framan hef ég nefnt örfá atriði sem unnt er að hrinda í framkvæmd í þágu þess að bæta umhverfi okkar. Við þurfum að tileinka okkur þann hugsunarhátt sem margir hafa bent á að framlag okkar hvers og eins skiptir máli. Við eigum að hugsa hnattrænt og um leið að hegða okkur í samræmi við það og leggja fram okkar skerf hvar sem við erum. Aðeins þannig næst árangur. Aðgerðir okkar hafa áhrif - við getum byrjað núna. Höfundur er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun