Webber ánægður, en liðsskipti möguleg 25. maí 2010 10:49 Prins Albert afhendir mark Webber sigurlaunin í Mónakó, en Jackie Stewart fyrrum Formúlu 1 kappi fylgist með. Mynd: Getty Images Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr. Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mark Webber sem hefur verið í essinu sínu í síðustu tveimur mótum segist ánægður hjá Red Bull sem hefur verið á sigurbraut í ár og leiða bæði meistaramót bílasmiða og ökumanna með Webber og Sebastian Vettel. Í frétt á autosport.com segir að hann haldi möguleikanum á ganga til liðs við annað lið opnum. Hann ræddi þetta í viðtali við The Mail on Sunday. "Ég hef nýverið unnið tvö mót með Red Bull og fólk er að spyrja mig hvað ég aki á næsta ári. Ég er náinn Red Bull og við höfum gengið í gegnum margt saman og samskiptin eru góð. En hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa og maður veit aldrei hvað gerist handan við hornið", sagði Webber. "Í augnablikinu er ég aðeins að hugsa um næsta mót, í Tyrklandi um næstu helgi. Annað sér um sig sjálft. Það eru hundruðir stiga í boði og ég er að einbeita mér að verkefninu. Ég geri ráð fyrir að staða mála verði ljósari eftir sex vikur eða þar um bil. En það sem er mest um vert er að ég hef mikla löngum sem keyrir mig áfram." Webber var mjög ánægður með sigurinn í Mónakó á dögunum og sigurinn hafði mikil áhrifa á hann, enda um sögufræga keppni að ræða sem allir Formúlu 1 ökumenn virðast þrá að vinna. "Það virðast margir fylgjast með Mónakó. Fyrir nokkrum vikum voru allir að tala um draumalið McLaren eða Michael Schumacher og hvað þeir væru að gera. En ég er ekkert að missa mig. Mér varð ljóst þegar ég snæddi með prinsinum (Albert eftir keppni) að ég er hluti af sögunni. Ég mun aldrei gleyma magnaðri flugeldasýningu í kjölfarið og þetta var góður endir á dramatískri viku." "Ég keyrði brautina á ný á götubíl, til að sjá ummerkin eftir mótið. Ég var svo þaninn þegar ég keppti! Ég er ekki fyrir frægð mé frama, en ég veit hvað er mikið mál að vinna Mónakó. Ein mistök og allt er farið fyrir bí. Mig langaði að skoða brautina aftur á mándeginum...", sagði Webber, hógvær og hugprúður sem fyrr.
Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira