Formúla 1

Formúla 1 Í Bandaríkjunum 2012

Lewis Hamilton kemur í mark sem sigurvegari í Indinapolis árið 2007.
Lewis Hamilton kemur í mark sem sigurvegari í Indinapolis árið 2007. Mynd: Getty Images
Bernie Ecclesteone tilkynnti í dag að Formúlu 1 mót verður í Bandarríkjunum árið 2012. Staðsetningin er í Austin í Texas, en nokkuð hafði verið rætt um New York síðustu vikurnar. ,,Í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna verður byggð sérstök braut svo mótið geti farið fram. Það eru 30 ár síðan Formúlu 1 fór fram í fyrsta skipti í Bandaríkjunum á kappakstursbrautinni í Watkins Glen og naut vinsælda", sagði Ecclestone í frétt um málið á autosport.com. ,,Síðan það var þá hefur verið haldið mót í Lonc Beach, Las Vegas, Detroit og Phoenix og alltaf á götubrautum. Árið 2000 var keppt á Indianapois brautinni og til ársins 2007. Lewis Hamilton vann síðasta mótið í Bandaríkjunum árið 2007, en núna verður byggð sérstök braut fyrir Formúlu 1 í Bandaríkjunum", sagði Ecclestone. Ekki hefur verið keppt í Bandaríkjunum síðan árið 2007, en keppt er í Montreal í Kanada um miðjan maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×