Viðskipti erlent

Beaty ætlar að skrá Magma á Bandaríkjamarkað

Ross Beaty forstjóri Magma Energy ætlar að skrá félagið á Bandaríkjamarkað innan næstu sex til sjö mánaða. Þetta kemur fram í frétt á Reuters.

Í fréttinni, sem fjallar um jarðhitaorkuiðnaðinn vestan hafs, segir að Beaty sé orðinn pirraður yfir því hve gengi Magma á markaðinum í Toronto í Kanda er lágt. Gegni hluta Magma þar er enn töluvert yfir upphafsverðinu á hlutunum þegar félagið var skráð í kauphöllinni í Toronto fyrir 15 mánuðum síðan.

Sem stendur er Magma stærsta jarðhitaorkufyrirtæki Kanda en Reuters hefur eftir Hezy Ram forstjóra Ram Power að í framtíðinni reikni hann með að örfá stór fyrirtæki muni verða allsráðandi á þessum markaði, fyrirtæki sem séu vel fjármögnuð og í standi til að vaxa á alþjóðavísu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×