Fótbolti

Gylfi spilaði ekki í sigri Hoffenheim

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ralf Ragnick, knattspyrnustjóri Hoffenheim.
Ralf Ragnick, knattspyrnustjóri Hoffenheim. Nordic Photos / Bongarts

Gylfi Þór Sigurðsson á við meiðsli að stríða og spilaði ekki er lið hans í þýsku úrvalsdeildinni, Hoffenheim, vann 3-2 sigur á Gladbach í dag.

Gylfi meiddist á æfingu nú á fimmtudaginn en talið er að hann hefði átt góðan möguleika á að fá sæti í byrjunarliði Hoffenheim í dag.

Leikurinn í dag var skrautlegur en leikmenn Gladbach fengu tvö rauð spjöld í dag.

Gladbach komst yfir með marki Raul Bobadilla á þrettándu mínútu en Demba Ba náði að jafna metin fyrir Hoffenheim strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks.

Hoffenheim komst svo í 3-1 með sjálfsmarki Anderson og marki Sejad Salihovic úr víti. Mahammodou Idrissou minnkaði svo muninn fyrir Gladbach í uppbótartíma.

Hoffenheim er í fjórða sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir sigurinn, sjö stigum á eftir toppliðum Dortmund og Mainz.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×