Lífið

Brjálaður Gibson

Mel Gibson er búinn að klúðra farsælum ferli sínum innan kvikmyndabransans.
Mel Gibson er búinn að klúðra farsælum ferli sínum innan kvikmyndabransans. nordicphoto/getty
Fleiri upptökur þar sem Mel Gibson heyrist öskra og hóta kærustu sinni, rússnesku tónlistarkonuna Oksönu Grigorievu. Eftir að upptökurnar komu fram í dagsljósið hefur leikarinn ekki átt sjö dagana sæla og hefur umboðsskrifstofa hans meðal annars sagt honum upp og búið er að fresta útgáfu nýrrar kvikmyndar hans um óákveðinn tíma.

Á nýrri upptöku heyrist Gibson meðal annars hóta Grigorievu lífláti og segir hana hafa átt það skilið þegar hann sló hana eitt sinn. „Ég yfirgaf konu mína því við áttum ekki saman. Þú og ég eigum ekki saman og þú reynir ekki einu sinni," öskrar Gibson á kærustuna. Þegar hún segist ætla að hringja á lögregluna espast hann enn frekar. „Hvað segirðu. Þú ert í mínu húsi. Ég mun grafa þig undir rósarunna einn daginn. Skilurðu það? Ég mun gera það því ég get það."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.