Fótbolti

Ítalía er ekki nógu sterkt til þess að vinna HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Moggi hér fremstur í flokki.
Moggi hér fremstur í flokki.

Juventus-maðurinn Luciano Moggi er ekki vanur á liggja á skoðunum sínum og hann hefur nú tjáð sig um ítalska landsliðið sem hann er lítt hrifinn af.

„Landsliðið mun ekki geta mikið í sumar því efniviðurinn sem er til staðar er ekki merkilegur. Það er því ekki Lippi að kenna að landsliðið sé ekki gott," sagði Moggi sem skilur einnig ekkert í því af hverju AC Milan var að fá Amantino Mancini til félagsins.

Meira að segja forseti Milan, Silvio Berlusconi, var á móti því að fá Mancini til félagsins.

„Ég tek undir með Berlusconi. Þetta er glórulaust. Hann er ekki sami leikmaðurinn og hann var hjá Roma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×