Lífið

Sumarhátíð Vinnuskóla Kópavogs - myndir

Þessi ungi herramaður sýndi listir sínar í fimleikum.
Þessi ungi herramaður sýndi listir sínar í fimleikum.
Vinnuskóli Kópavogs hélt í gær árlega sumarhátíð sína með pompi og prakt. Mikið var um dýrðir og voru unglingarnir ánægðir með uppskeru sumarsins. Þjakaðir af vinnu tóku þeir því fagnandi að fá sólríkan dag til þess að hlusta á góða tóna ásamt því að snæða pylsur, borða ís og taka þátt í knattleik.

Karl Eiríksson skipuleggjanda hátíðarinnar segir að reynt hafi verið eftir bestu getu að hafa sem flest atriði á dagskrá sem koma beint frá Kópavogsbæ. „Krakkarnir sem kynntu hátíðina eru báðir úr röðum götuleikhússins sem starfað hefur hér í sumar. Einnig komu parkoursnillingar frá götuleikhúsinu og sýndu snilli sína allan daginn."

Auk þessara skemmtikrafta komu hjartaknúsararnir Friðrik Dór og Ingó úr Veðurguðunum og tóku sín bestu lög. Uppistandarinn Ari Eldjárn fór einnig með gamanmál. Það má því með sanni segja að dagskráin hafi verið pakkfull af skemmtilegum atriðum og var það mál manna að það væri ekki á hverjum degi sem svona stemming myndast í bænum en 915 unglingar störfuðu í Vinnuskólanum í sumar.

Kristján Rúnar Egilsson tók myndirnar af deginum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.