Viðskipti innlent

Sparisjóður Suður-Þingeyinga hagnaðist um 40 milljónir

Hagnaður af rekstri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga nam 40 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem gerir rúmlega 31 milljón króna eftir skatta samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga er annar tveggja sparisjóða sem ekki þurfti á eiginfjárframlagi að halda frá ríkinu eftir hrun. Hinn var Sparisjóður Strandamanna.

Sparisjóður Suður-Þingeyinga hefur aðalstöðvar á Laugum í Reykjadal en útibú í Reykjahlíð og á Húsavík. Hjá sparisjóðnum starfa 13 starfsmenn. Sparisjóðsstjóri er Guðmundur E. Lárusson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×