Fótbolti

Arsenal í sextán liða úrslit - Chelsea tapaði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Van Persie fagnar hér marki sínu í kvöld.
Van Persie fagnar hér marki sínu í kvöld.

Arsenal komst í kvöld í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu er liðið lagði Partizan Belgrad á heimavelli. Leikurinn var liðinu alls ekki auðveldur en Partizan jafnaði 1-1 áður en Arsenal kláraði leikinn.

Bacary Sagna lét reka sig af velli nokkrum mínútum fyrir leikslok og verður í banni í sextán liða úrslitunum.

Arsenal varð að sætta sig við annað sætið í riðlinum og fær því mjög erfiðan leik í sextán liða úrslitunum.

Chelsea tapaði í kvöld en það breytti engu þar sem liðið var búið að vinna riðilinn.

Þjálfaralaust lið Real Madrid rúllaði síðan yfir Auxerre og Mourinho sá því vart eftir rauð spjöldunum og banninu.

Úrslit kvöldsins:

e-riðill:

FC Bayern-Basel 3-0

1-0 Franck Ribery (34.), 2-0 Anatoliy Tymoschuk (36.), 3-0 Franck Ribery (48.)

CFR Cluj-Roma 1-1

0-1 Marco Borriello (20.), 1-1 Lacina Traore (87.)

lokastaðan:

FC Bayern 6 5 0 1 16-6 15

Roma 6 3 1 2 10-11 10

Basel 6 2 0 4 8-11 6

CFR Cluj 6 1 1 4 6-12 4

f-riðill:

Marseille-Chelsea 1-0

1-0 Brandao (81.).

MSK Zilina-Spartak Moskva 1-2

1-0 Tomas Majtan (48.), 1-1 Alex Raphael Meschini (53.), 1-2 Ibson (61.)

lokastaðan:

Chelsea 6 5 0 1 14-4 15

Marseille 6 4 0 2 12-3 12

Spartak 6 3 0 3 7-10 9

Zilina 6 0 0 6 3-19 0

g-riðill:

AC Milan-Ajax 0-2

0-1 Demy De Zeeuw (57.), 0-2 Toby Alderweireld (65.)

Real Madrid-Auxerre 4-0

1-0 Karim Benzema (10.), 2-0 Cristiano Ronaldo (48.), 3-0 Karim Benzema (71.), 4-0 Karim Benzema (87.)

lokastaðan:

Real Madrid 6 5 1 0 15-2 16

AC Milan 6 2 2 2 7-7 8

Ajax 6 2 1 3 6-10 6

Auxerre 6 1 0 5 3-12 3

h-riðill:

Arsenal-Partizan Belgrad 3-1

1-0 Robin Van Persie, víti (30.), 1-1 Cléo (51.), 2-1 Theo Walcott (73.), 3-1 Samir Nasri (77.)

Rautt spjald: Bacary Sagna, Arsenal (86.).

Shaktar Donetsk-Braga 2-0

1-0 Razvan Dinca Rat (78.), 2-0 Luiz Adriano (82.).

lokastaðan:

Shaktar 6 5 0 1 12-6 15

Arsenal 6 4 0 2 18-7 12

Braga 6 3 0 3 5-11 9

Partizan 6 0 0 6 2-13 0








Fleiri fréttir

Sjá meira


×