Viðskipti erlent

Seðlabankar Evrópu virkja „kjarnorkubombulausnina"

Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd.
Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd.
Seðlabankar á evrusvæðinu í Evrópu hafa ekki verið að eyða neinum tíma í hangs og kaupa nú í risaskömmtum ríkisskuldabréf Grikklands, Spánar og Portúgals. Þetta er það sem sérfræðingar hafa kallað „kjarnorkubombulausnina" það er síðasta tilraunin til að koma í veg fyrir að gríska kreppan smitist yfir í önnur evrulönd.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt Reuters hafi seðlabankastjórar Finnlands og Þýskalands staðfest að þessi skuldabréfakaup séu þegar hafin en þau eru mikilvægasti hlekkurinn í neyðarsjóðnum sem ESB kom sér sama um í nótt og hljóðar upp á 750 milljarða evra.

Kaupin á skuldabréfunum þjóna þeim tilgangi að ná niður fjármagnskostnaði þeirra landa innan evrusvæðisins sem eru verst stödd hvað hann varðar. Eru það einkum löndin í suðurhluta Evrópu.

Jafnframt er markmiðið með þessum kaupum að létta álaginu á fjármálageira evrusvæðsins enda eru það hlutabréf í bönkunum sem hafa hækkað einna mest í þeirri miklu uppsveiflu á mörkuðum í Evrópu sem hófst við opnun þeirra í morgun.

Samkvæmt útreikningum sem Credit Suisse hefur gert sitja evrópskir bankar nú uppi með ríkisskuldabréf frá Grikklandi, Spáni og Portúgal að verðmæti sem nemur 26.400 milljörðum kr.

Á föstudag óttuðust margir að fallandi verð á skuldabréfum þessara þriggja landa myndu valda því að einn eða fleiri evrópskir stórbankar kæmust í þrot. Óttinn olli því að millibankamarkaðir byrjuðu að þorna upp en það var einmitt slíkur þurrkur sem öðru fremur kom síðustu fjármálakreppu á fullt skrið. Nú er hinsvegar ró komin á að nýju og millibankamarkaðir virka eðlilega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×