Viðskipti innlent

Magma ætlar að reisa fyrstu jarðvarmavirkjunina í Chile

Magma energy gæti orðið fyrsta orkufyrirtækið í Chile til þess að reisa jarðvarmavirkjun þar í landi samkvæmt fréttavef Bloombergs. Magma hyggur á nýtingu jarðvarma í Mariposa árið 2014 að sögn John Selters, sem er forstjóri fyrirtækisins í Suður-Ameríku.

Í frétt Bloomberg segir að jarðvarmatæknin, sem fyrirtækið hyggst nýta, hafi reynst vel bæði á Íslandi og Nýja Sjálandi, en Chile leitar nú allra ráða til þess að draga úr notkun kola og gass, sem hefur hingað til verið helsti orkugjafi landsins.

Forstjóri fyrirtæksins í Suður-Ameríku er bjartsýnn á verkefnið og telur nægan jarðvarma til þess að nýta í rafmagn í Chile, meðal annars nærri eldfjöllunum í Andesfjöllunum.

Magma mun fjárfesta um 230 milljónum dollara í verkefnið, eða um 27 milljarða króna. Mestur kostnaðurinn mun fara í byggingu á verksmiðju og innflutningi á búnaði til þess að bora eftir og nýta orkuna. Magma rekur jarðvarmavirkjanir bæði á Íslandi og í Nevada í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×