Erlent

Gæti beitt eldflaugaárásum

Á verði Spennan á Kóreuskaganum mun enn aukast á næsta ári að mati sérfræðinga.Fréttablaðið/AP
Á verði Spennan á Kóreuskaganum mun enn aukast á næsta ári að mati sérfræðinga.Fréttablaðið/AP

Norður-Kórea gæti beitt eldflaugaárásum gegn skotmörkum í Suður-Kóreu á næsta ári. Sérfræðingar reikna með að stjórnvöld í Norður-Kóreu herði á hernaðarlegum ögrunum í aðdraganda valdaskipta í landinu.

Augljós merki eru um að Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, ætli að láta son sinn, hinn óreynda Kim Jong Un, taka við völdum á næsta ári. Sérfræðingar í málefnum Kóreuskagans segja líklegt að hernaðarumsvif norðan landamæranna muni aukast enn á nýju ári til að þjappa hernum saman að baki arftaka Kim Jong Il.

Stjórnvöld í Suður-Kóreu svöruðu ógnunum norðanmanna með heræfingu og hótunum um tafarlaus og harkaleg viðbrögð við frekari árásum eftir að norður-kóreski herinn gerði stórskotaliðsárás á eyju sunnan landamæranna nýverið. Fyrir vikið dró heldur úr ögrunum stjórnvalda í Norður-Kóreu, en sérfræðingar telja það lognið á undan storminum. Búast má við stórskotaliðsárásum, eldflauga­árásum og jafnvel að norðanmenn geri þriðju kjarnorkutilraunina á nýju ári. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×