Enski boltinn

Fimm leikir í enska bikarnum í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scholes og félagar taka á móti Leeds.
Scholes og félagar taka á móti Leeds.

Fyrsti bikarleikur dagsins er nokkuð áhugaverður en þá sækir hið fallna veldi, Leeds, lið Englandsmeistara Man. Utd heim á Old Trafford.

Þau eru orðin nokkuð mörg árin síðan þessi lið mættust í alvöru leik og verður áhugavert að sjá neðrideildarlið Leeds í leikhúsi draumanna í dag.

Chelsea á einnig leik í bikarnum í dag en Chelsea tekur á móti Watford.

Leikir dagsins:

13.00 Man. Utd-Leeds

15.00 Chelsea-Watford

15.00 Sheff. Utd-QPR

16.15 West Ham-Arsenal

18.15 Tranmere-Wolves




Fleiri fréttir

Sjá meira


×