Spyker fyrirtækið, sem hefur nýlega keypt Saab bílaframleiðsluna, vill breyta nafni Saab. Stjórnendur Spyker vilja að Saab og Spyker nöfnunum verði skeytt saman.
Þetta gæti þó reynst torvelt því að Saab er nefnilega líka heiti á sænsku flugvélaverksmiðjunum sem voru eitt sinni hluti af Saab bílaframleiðslunni. Bílaframleiðandinn og flugframleiðandinn gerðu eitt sinn samkomulag um að verksmiðjurnar myndu ekki breyta nöfnum fyrirtækjanna.
Því er ólíklegt að bílaframleiðslan muni breyta um nafn þrátt fyrir vilja nýju eigendanna.
Frá þessu er greint á viðskiptavefnum business.dk
Viðskipti erlent