Jón Gnarr borgarstjóri gefur Klambratúni nafn sitt að nýju á menningarnótt.
Á menningarnótt kl. 15 mun Jón Gnarr borgarstjóri afhjúpa nýtt fræðsluskilti eða menningarmerkingu á íslensku og ensku um sögu Klambratúns um leið og hann gefur því sitt gamla nafn að nýju í stað Miklatúns eins og það var látið heita árið 1964.
Skiltið verður við stíginn rétt eftir að komið er inn í garðinn á horni Rauðarárstígs og Flókagötu, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. - pg