„Við styðjum ein hjúskaparlög á Íslandi“ 5. maí 2010 06:30 Prestastefna er biskupi til ráðuneytis í kenningarlegum efnum og kölluð saman á hverju ári. Á Prestastefnunni í Vídalínskirkju 27.-29. apríl 2010 var lögð fram tillaga fjölmargra presta og guðfræðinga við lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á Íslandi. Tillagan var svohljóðandi: "Prestastefna haldin í Vídalínskirkju 27.-29. apríl 2010 lýsir yfir stuðningi við lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á Íslandi. Prestastefna telur íslensku þjóðkirkjuna í stakk búna til að stíga þetta skref með ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar guðfræðilegrar umfjöllunar síðustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigð og hjónaband." Prestastefnan samþykkti með naumum meirihluta að vísa málinu til biskups og kenningarnefndar en taka ekki efnislega afstöðu til tillögunnar í atkvæðagreiðslu. Prestastefna hafnaði ekki tillögunni og flutningsmennirnir drógu hana ekki til baka. Það er því hlutverk biskups og kenningarnefndar að taka afstöðu til frumvarpsins um ein hjúskaparlög á Íslandi á grundvelli tillagna og umræðu á Prestastefnu. Við undirrituð sem erum prestar, guðfræðingar og djáknar í íslensku Þjóðkirkjunni og kristnum fríkirkjum á Íslandi viljum árétta stuðning okkar við þetta frumvarp og ósk okkar um að íslenska þjóðkirkjan taki að sér að gefa saman pör af sama kyni í hjónaband. Ríkisstjórn Íslands einsetti sér í stjórnmálasáttmála 10. maí 2009 að vinna að setningu einna hjúskaparlaga á kjörtímabilinu. Málið nýtur stuðnings þingmanna úr öllum flokkum og flokkar í stjórnarandstöðu hafa líka lýst stuðningi við málið í flokkssamþykktum. Það er því traustur þingmeirihluti fyrir einum hjúskaparlögum á Alþingi. Með frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög) sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi vill þingið leggja áherslu á jafnan rétt einstaklinga til að ganga í hjónaband óháð kyni eða kynhneigð og vísar til sambærilegrar einföldunar á hjúskaparlögum í Hollandi, Belgíu, Spáni, Kanada, Noregi og í Svíþjóð. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin taki gildi 27. júní næstkomandi og eftir það gefist trúfélögum kostur á að vígslumenn þeirra taki að sér að gifta pör af sama kyni. Sænska kirkjan hefur þegar samþykkt að gefa samkynhneigð pör saman í hjónaband. Við teljum mikilvægt að þjóðkirkjan fylgi því fordæmi, hafi áfram vígsluvald og stuðli þannig að áframhaldandi samfylgd kirkju og þjóðar í hjúskaparmálum. Við höfum opnað heimasíðuna www.einhjuskaparlog.is með frekari upplýsingum um þetta mikilvæga baráttumál. Við teljum að á grundvelli þeirrar vönduðu guðfræðiumræðu sem farið hefur fram á kirkjulegum vettvangi um kynhneigð og hjónaband á undanförnum fjórtán árum sé ekkert því til fyrirstöðu að vígslumönnum verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband og að þjóðkirkjan feti þannig í fótspor systurkirkna sinna. 1. Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur Setbergsprestakalli 2. Sr. Arna Grétarsdóttir, sérþjónustuprestur, Noregi 3. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og prestur, Háskóla Íslands 4. Sr. Auður Inga Einarsdóttir, sérþjónustuprestur, heimilisprestur á Grund 5. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, emerita, Kópavogi 6. Sr. Ágúst Einarsson, sérþjónustuprestur, Svíþjóð 7. Ármann Hákon Gunnarsson, djákni, Garðasókn 8. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir, prestur, Reykjavík 9. Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur, Þorlákshafnarprestakalli 10. Sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur, Laugarnesprestakalli 11. Sr. Bragi Skúlason, sérþjónustuprestur, Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 12. Sr. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur, Laufásprestakalli 13. Bryndís Valbjarnardóttir, guðfræðingur og útfararstjóri, Reykjavík 14. Sr. Carlos Ari Ferrer, prestur og kennari, Reykjavík 15. Sr. Cecil Haraldsson, sóknarprestur Seyðisfjarðarprestakalli 16. Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi 17. Sr. Einar Eyjólfsson, prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 18. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur, Reykhólaprestakalli 19. Sr. Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur, Oddaprestakalli 20. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, prestur, Vestmannaeyjaprestakalli 21. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, sérþjónustuprestur, prestur fatlaðra, Reykjavík 22. Sr. Guðrún Karlsdóttir, prestur, Grafarvogsprestakalli 23. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sérþjónustuprestur, Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 24. Gunnar Einar Steingrímsson, djákni, Grafarvogssókn 25. Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur og doktorsnemi, Reykjavík 26. Sr. Gylfi Jónsson, héraðsprestur Þingeyjarprófastdæmi 27. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prestur, Garðaprestakalli 28. Dr. Haukur Ingi Jónasson, lektor og prestur, Háskóla Íslands 29. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, prestur, Laugarnesprestakalli 30. Dr. Hjalti Hugason, prófessor og prestur, Guðfræðideild Háskóla Íslands 31. Sr. Hólmgrímur E. Bragason, héraðsprestur, Austfjarðaprófastdæmi 32. Hróbjartur Árnason, lektor og guðfræðingur, Háskóla Íslands 33. Sr. Ingileif Malmberg, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 34. Sr. Ingólfur Hartvigsson, sóknarprestur Kirkjubæjarprestakalli 35. Sr. Íris Kristjánsdóttir, sóknarprestur, Hjallaprestakalli 36. Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og aðstoðarskólastjóri 37. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, guðfræðingur og doktorsnemi, Borgarnesi 38. Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, Langholtsprestakalli 39. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur Garðaprestakalli 40. Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, skólaprestur og framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar. 41. Karítas Kristjánsdóttir, guðfræðingur, Kirkjubæjarklaustri 42. Sr. Karl Valgarður Matthíasson vímuvarnaprestur Þjóðkirkjunnar 43. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 44. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur, Saurbæjarprestakalli 45. Kristín Sigríður Garðarsdóttir, djákni og áfengisráðgjafi, Kópavogi 46. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur Kjalarnesprófastdæmi 47. Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur, Valþjófsstaðarprestakalli 48. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, prestur Grafarvogsprestakalli 49. Sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur, Ísafjarðarprestakalli 50. Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni, Árbæjarsókn 51. Ninna Sif Svavarsdóttir guðfræðingur og doktorsnemi, Hveragerði 52. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur Selfossprestakalli 53. Rósa Kristjánsdóttir, djákni Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 54. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur, Reykjavík 55. Sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík 56. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 57. Sr. Sigfús Kristjánsson, prestur, Hjallaprestakalli 58. Sr. Sjöfn Mueller Thor, sóknarprestur Reykhólaprestakalli 59. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, Grafarholtsprestakalli 60. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur, Sauðárkróksprestakalli 61. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 62. Sr. Sigríður Óladóttir, sóknarprestur Hólmavíkurprestakalli 63. Sr. Sigrún Óskarsdóttir, prestur, Árbæjarprestakalli 64. Sr. Sigurður Grétar Helgason, sóknarprestur Seltjarnarnesprestakalli 65. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur Nesprestakalli 66. Sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur, Keflavíkurprestakalli 67. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, Möðruvallaprestakalli 68. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent og guðfræðingur, Háskóla Íslands 69. Svala Sigríður Thomsen,djákni á Grund 70. Sr. Svanhildur Blöndal, prestur í Hrafnistu í Reykjavík og á Vífilsstöðum 71. Sveinbjörg Pálsdóttir, guðfræðingur og stjórnsýsluráðgjafi, Reykjavík 72. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur, Akureyrarprestakalli 73. Sr. Toshiki Toma, sérþjónustuprestur, prestur innflytjenda 74. Sr. Ursula Árnadóttir, sóknarprestur, Skagastrandarprestakalli 75. Valgerður Hjartardóttir, djákni, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustunni Karítas 76. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 77. Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur, Grafarvogsprestakalli 78. Sr. Yrsa Þórðardóttir, prestur, Digranesprestakalli 79. Sr. Þór Hauksson, sóknarprestur, Árbæjarprestakalli 80. Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur, Hafnarfjarðarprestakalli 81. Sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur 82. Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, Nesprestakalli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Jafnréttismál Sr. Sigurður Árni Þórðarson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Prestastefna er biskupi til ráðuneytis í kenningarlegum efnum og kölluð saman á hverju ári. Á Prestastefnunni í Vídalínskirkju 27.-29. apríl 2010 var lögð fram tillaga fjölmargra presta og guðfræðinga við lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á Íslandi. Tillagan var svohljóðandi: "Prestastefna haldin í Vídalínskirkju 27.-29. apríl 2010 lýsir yfir stuðningi við lagafrumvarp dóms- og mannréttindamálaráðherra um ein hjúskaparlög á Íslandi. Prestastefna telur íslensku þjóðkirkjuna í stakk búna til að stíga þetta skref með ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar guðfræðilegrar umfjöllunar síðustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigð og hjónaband." Prestastefnan samþykkti með naumum meirihluta að vísa málinu til biskups og kenningarnefndar en taka ekki efnislega afstöðu til tillögunnar í atkvæðagreiðslu. Prestastefna hafnaði ekki tillögunni og flutningsmennirnir drógu hana ekki til baka. Það er því hlutverk biskups og kenningarnefndar að taka afstöðu til frumvarpsins um ein hjúskaparlög á Íslandi á grundvelli tillagna og umræðu á Prestastefnu. Við undirrituð sem erum prestar, guðfræðingar og djáknar í íslensku Þjóðkirkjunni og kristnum fríkirkjum á Íslandi viljum árétta stuðning okkar við þetta frumvarp og ósk okkar um að íslenska þjóðkirkjan taki að sér að gefa saman pör af sama kyni í hjónaband. Ríkisstjórn Íslands einsetti sér í stjórnmálasáttmála 10. maí 2009 að vinna að setningu einna hjúskaparlaga á kjörtímabilinu. Málið nýtur stuðnings þingmanna úr öllum flokkum og flokkar í stjórnarandstöðu hafa líka lýst stuðningi við málið í flokkssamþykktum. Það er því traustur þingmeirihluti fyrir einum hjúskaparlögum á Alþingi. Með frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög) sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi vill þingið leggja áherslu á jafnan rétt einstaklinga til að ganga í hjónaband óháð kyni eða kynhneigð og vísar til sambærilegrar einföldunar á hjúskaparlögum í Hollandi, Belgíu, Spáni, Kanada, Noregi og í Svíþjóð. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því að lögin taki gildi 27. júní næstkomandi og eftir það gefist trúfélögum kostur á að vígslumenn þeirra taki að sér að gifta pör af sama kyni. Sænska kirkjan hefur þegar samþykkt að gefa samkynhneigð pör saman í hjónaband. Við teljum mikilvægt að þjóðkirkjan fylgi því fordæmi, hafi áfram vígsluvald og stuðli þannig að áframhaldandi samfylgd kirkju og þjóðar í hjúskaparmálum. Við höfum opnað heimasíðuna www.einhjuskaparlog.is með frekari upplýsingum um þetta mikilvæga baráttumál. Við teljum að á grundvelli þeirrar vönduðu guðfræðiumræðu sem farið hefur fram á kirkjulegum vettvangi um kynhneigð og hjónaband á undanförnum fjórtán árum sé ekkert því til fyrirstöðu að vígslumönnum verði heimilað að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband og að þjóðkirkjan feti þannig í fótspor systurkirkna sinna. 1. Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur Setbergsprestakalli 2. Sr. Arna Grétarsdóttir, sérþjónustuprestur, Noregi 3. Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og prestur, Háskóla Íslands 4. Sr. Auður Inga Einarsdóttir, sérþjónustuprestur, heimilisprestur á Grund 5. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, emerita, Kópavogi 6. Sr. Ágúst Einarsson, sérþjónustuprestur, Svíþjóð 7. Ármann Hákon Gunnarsson, djákni, Garðasókn 8. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir, prestur, Reykjavík 9. Sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur, Þorlákshafnarprestakalli 10. Sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur, Laugarnesprestakalli 11. Sr. Bragi Skúlason, sérþjónustuprestur, Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 12. Sr. Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur, Laufásprestakalli 13. Bryndís Valbjarnardóttir, guðfræðingur og útfararstjóri, Reykjavík 14. Sr. Carlos Ari Ferrer, prestur og kennari, Reykjavík 15. Sr. Cecil Haraldsson, sóknarprestur Seyðisfjarðarprestakalli 16. Sr. Dalla Þórðardóttir, prófastur, Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmi 17. Sr. Einar Eyjólfsson, prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 18. Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur, Reykhólaprestakalli 19. Sr. Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur, Oddaprestakalli 20. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, prestur, Vestmannaeyjaprestakalli 21. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, sérþjónustuprestur, prestur fatlaðra, Reykjavík 22. Sr. Guðrún Karlsdóttir, prestur, Grafarvogsprestakalli 23. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson, sérþjónustuprestur, Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 24. Gunnar Einar Steingrímsson, djákni, Grafarvogssókn 25. Gunnbjörg Óladóttir guðfræðingur og doktorsnemi, Reykjavík 26. Sr. Gylfi Jónsson, héraðsprestur Þingeyjarprófastdæmi 27. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prestur, Garðaprestakalli 28. Dr. Haukur Ingi Jónasson, lektor og prestur, Háskóla Íslands 29. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, prestur, Laugarnesprestakalli 30. Dr. Hjalti Hugason, prófessor og prestur, Guðfræðideild Háskóla Íslands 31. Sr. Hólmgrímur E. Bragason, héraðsprestur, Austfjarðaprófastdæmi 32. Hróbjartur Árnason, lektor og guðfræðingur, Háskóla Íslands 33. Sr. Ingileif Malmberg, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 34. Sr. Ingólfur Hartvigsson, sóknarprestur Kirkjubæjarprestakalli 35. Sr. Íris Kristjánsdóttir, sóknarprestur, Hjallaprestakalli 36. Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og aðstoðarskólastjóri 37. Sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson, guðfræðingur og doktorsnemi, Borgarnesi 38. Sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur, Langholtsprestakalli 39. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur Garðaprestakalli 40. Sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir, skólaprestur og framkvæmdastjóri Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar. 41. Karítas Kristjánsdóttir, guðfræðingur, Kirkjubæjarklaustri 42. Sr. Karl Valgarður Matthíasson vímuvarnaprestur Þjóðkirkjunnar 43. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 44. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur, Saurbæjarprestakalli 45. Kristín Sigríður Garðarsdóttir, djákni og áfengisráðgjafi, Kópavogi 46. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur Kjalarnesprófastdæmi 47. Sr. Lára G. Oddsdóttir, sóknarprestur, Valþjófsstaðarprestakalli 48. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir, prestur Grafarvogsprestakalli 49. Sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur, Ísafjarðarprestakalli 50. Margrét Ólöf Magnúsdóttir, djákni, Árbæjarsókn 51. Ninna Sif Svavarsdóttir guðfræðingur og doktorsnemi, Hveragerði 52. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur Selfossprestakalli 53. Rósa Kristjánsdóttir, djákni Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 54. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, prestur, Reykjavík 55. Sr. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík 56. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 57. Sr. Sigfús Kristjánsson, prestur, Hjallaprestakalli 58. Sr. Sjöfn Mueller Thor, sóknarprestur Reykhólaprestakalli 59. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur, Grafarholtsprestakalli 60. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sóknarprestur, Sauðárkróksprestakalli 61. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 62. Sr. Sigríður Óladóttir, sóknarprestur Hólmavíkurprestakalli 63. Sr. Sigrún Óskarsdóttir, prestur, Árbæjarprestakalli 64. Sr. Sigurður Grétar Helgason, sóknarprestur Seltjarnarnesprestakalli 65. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur Nesprestakalli 66. Sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur, Keflavíkurprestakalli 67. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur, Möðruvallaprestakalli 68. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent og guðfræðingur, Háskóla Íslands 69. Svala Sigríður Thomsen,djákni á Grund 70. Sr. Svanhildur Blöndal, prestur í Hrafnistu í Reykjavík og á Vífilsstöðum 71. Sveinbjörg Pálsdóttir, guðfræðingur og stjórnsýsluráðgjafi, Reykjavík 72. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprestur, Akureyrarprestakalli 73. Sr. Toshiki Toma, sérþjónustuprestur, prestur innflytjenda 74. Sr. Ursula Árnadóttir, sóknarprestur, Skagastrandarprestakalli 75. Valgerður Hjartardóttir, djákni, hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustunni Karítas 76. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sérþjónustuprestur Landspítala- Háskólasjúkrahúsi 77. Sr. Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur, Grafarvogsprestakalli 78. Sr. Yrsa Þórðardóttir, prestur, Digranesprestakalli 79. Sr. Þór Hauksson, sóknarprestur, Árbæjarprestakalli 80. Sr. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur, Hafnarfjarðarprestakalli 81. Sr. Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur 82. Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur, Nesprestakalli
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun