JP Morgan fær risasekt í Bretlandi 3. júní 2010 10:44 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands. FSA sektar JP Morgan sökum þess að bankinn blandaði saman fjármunum viðskiptavina sinn við eigin fjármuni á síðustu sjö árum og gætti þar með ekki nægilega hagsmuna viðskiptavinanna. Samkvæmt reglum FSA ber fjármálastofnunum að halda fjármunum viðskiptavina sinna aðskildum í sérstökum sjóðum til að verja viðskiptavinina gegn gjaldþrotum. Fram kemur að starfhættir JP Morgan hvað þetta varðar voru ekki með vilja gerðir og engir viðskiptavinir töpuðu á þeim. Talsmaður JP Morgan segir að bankinn hafi unnið að lausn málsins í samvinnu við FSA. Sökum þessa veitti FSA bankanum 30% afslátt á sektinni en upphaflega hljóðaði hún upp á 47,6 milljónir punda. Margaret Cole yfirmaður fjármálaglæpadeildar FSA segir að starfshættir JP Morgan hafi verið alvarlegt brot á reglum FSA. Sektarupphæðin sendi öðrum fjármálafyrirtækjum skilaboð um að slíkt verði ekki liðið. Þá boðar Cole að JP Morgan sé ekki eina fjármálafyrirtækið sem hljóti sektir vegna sambærilegra brota. Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands. FSA sektar JP Morgan sökum þess að bankinn blandaði saman fjármunum viðskiptavina sinn við eigin fjármuni á síðustu sjö árum og gætti þar með ekki nægilega hagsmuna viðskiptavinanna. Samkvæmt reglum FSA ber fjármálastofnunum að halda fjármunum viðskiptavina sinna aðskildum í sérstökum sjóðum til að verja viðskiptavinina gegn gjaldþrotum. Fram kemur að starfhættir JP Morgan hvað þetta varðar voru ekki með vilja gerðir og engir viðskiptavinir töpuðu á þeim. Talsmaður JP Morgan segir að bankinn hafi unnið að lausn málsins í samvinnu við FSA. Sökum þessa veitti FSA bankanum 30% afslátt á sektinni en upphaflega hljóðaði hún upp á 47,6 milljónir punda. Margaret Cole yfirmaður fjármálaglæpadeildar FSA segir að starfshættir JP Morgan hafi verið alvarlegt brot á reglum FSA. Sektarupphæðin sendi öðrum fjármálafyrirtækjum skilaboð um að slíkt verði ekki liðið. Þá boðar Cole að JP Morgan sé ekki eina fjármálafyrirtækið sem hljóti sektir vegna sambærilegra brota.
Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira