Enski boltinn

Ferill Rafael Benitez hjá Liverpool - myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool vann meistaradeildina undir stjórn Rafael Benitez árið 2005.
Liverpool vann meistaradeildina undir stjórn Rafael Benitez árið 2005. Mynd/AP
Rafael Benitez hætti í dag sem stjóri Liverpool eftir sex ára starf. Benitez stjórnaði liðinu í 328 leikjum sem er meira en allir stjórar félagsins frá því að Bob Paisley stjórnaði Liverpool-liðinu í 535 leikjum á árunum 1974 til 1983.

Hápunktar Rafael Benitez voru titlarnir tveir en liðið vann Meistaradeildina í maí 2005 og enska bikarinn ári síðar. Liverpool komst einnig í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2007 og í undanúrslitin ári síðar.

Besti árangur liðsins í ensku deildinni undir hans stjórn var þegar liðið endaði í 2. sæti 2008-09 eftir æsispennandi keppni við erkifjendurna í Manchester United. Undir hans stjórn endaði Liverpool líka í 3.sæti tvisvar (2006 og 2007) og svo einu sinni í 4. sæti (2008), 5. sæti (2005) og í 7. sæti (2010).

Liverpoool tókst því ekki að vinna enska meistaratitilinn í tíð Rafael Benitez og á sama tíma vann Manchester United enska titilinn þrisvar sinnum og jafnaði met Liverpool yfir flesta meistaratitla frá upphafi.

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá ferli Rafael Benitez hjá Liverpool. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP
Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×