Innlent

Benni Ólsari dæmdur í tveggja ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benjamín Þ. Þorgrímsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti.
Benjamín Þ. Þorgrímsson var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti.
Hæstiréttur dæmdi í dag Benjamín Þ. Þorgrímsson í tveggja ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir.

Ein þessara árása var gegn Ragnari Magnússyni. Hún var tekin upp á mynd og sýnd í fréttaskýringaþættinum Kompás á Stöð 2. Hæstiréttur segir að sú árás hafi verið sérstaklega hættuleg þar sem Benjamín hafi ítrekað reynt að sparka í höfuð Ragnars þar sem hann lá í jörðinni. Það var ekki fallist á þá málsvörn Benjamíns að Ragnar hafi verið tálbeita sem notuð hafi verið til að egna Benjamín í gildru.

Hæstiréttur segir að litið hafi verið til þess að Benjamín var sakfelldur fyrir þrjár tilefnislausar líkamsárásir, en tvær þeirra hafi verið fólskulegar og hættulegar. Benjamin ætti sér engar málsbætur. Hann hefði áður hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot árið 1992, en þá hafi honum verið gert að sæta fangelsi í tvö ár fyrir nauðgun.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Benjamín í 14 mánaða fangelsi fyrir sömu sakir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×