Stenst ekki kröfur 14. september 2010 05:30 Skýrslan flutt Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður níu manna þingmannanefndar, flutti þinginu skýrslu nefndarinnar á þingfundi í gær. Aðrir nefndarmenn fylgdu í kjölfarið. fréttablaðið/gva „Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
„Lögin um landsdóm og lögin um ráðherraábyrgð hafa runnið sitt skeið og uppfylla ekki þær kröfur sem almennar reglur sakamálaréttarfars og mannréttindareglur gera." Þetta segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður á lögmannsstofunni Lex og formaður Lögfræðingafélags Íslands. Kristín sér ýmsa meinbugi á þeirri niðurstöðu sjö þingmanna í sérstakri þingmannanefnd að draga beri fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Fyrir það fyrsta bendir hún á að lögin um landsdóm geri ráð fyrir að mál sé rannsakað eftir að Alþingi tekur ákvörðun um að ákæra og fyrir hvað sé ákært. „Þetta er í algjörri andstöðu við þá grundvallarreglu sakamálaréttarfars að rannsaka skuli mál áður en ákvörðun um að ákæra er tekin. Rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis kemur ekki í stað sakamálarannsóknar." Kristín EdwaldÖnnur meginregla sakamálaréttarfars sé að rannsókn eigi að beinast að því að leiða hið sanna og rétta í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og til sektar. Frá þessu sé vikið í málum ráðherranna fyrrverandi. „Saksóknari Alþingis er bundinn af ákvörðun Alþingis um fyrir hvað er ákært. Hann getur hvorki fallið frá ákærunni né einstökum þáttum hennar. Ef búið er að gefa út ákæru áður en rannsókn fer fram er bersýnilegt að slík eftirfarandi rannsókn hlýtur að beinast eingöngu að því að undirbyggja þá ákæru sem þegar hefur verið gefin út. Með þessu fyrirkomulagi sem lögin um landsdóm gera ráð fyrir eru grundvallarréttindi sakaðra manna fyrir borð borin og uppfylla ekki kröfur mannréttindaákvæða um réttláta málsmeðferð." Þá metur Kristín refsiheimildirnar óskýrar og segir vafa leika á hvort þær uppfylli kröfur stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Að auki telur hún skýrleika og nákvæmni ábótavant í verknaðarlýsingum þingsályktunartillagna þingmannanna. Ekki verði séð af þeim hvað það er nákvæmlega sem viðkomandi hefðu átt að gera en létu ógert. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Innlent Landsdómur Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira