Lífið

Grant á barnum

Hugh Grant bauð nemendum Oxford-skólans upp á drykk.
Hugh Grant bauð nemendum Oxford-skólans upp á drykk.
Hugh Grant þykir augljóslega leiðinlegt að sitja einn að drykkju því hann bauð stúdentum frá Oxford, sem sátu inni á sama bar og hann, upp á drykk.

Leikarinn breski var viðstaddur sérstakan kvöldverð honum til heiðurs á vegum Oxford-skólans en þar stundaði hann nám á áttunda áratugnum.

Grant var síðan boðið upp á drykk eftir kvöldverð með yfirstjórn skólans en að sögn eins nemandans leiddist honum óskaplega.

„Hann kom þá á barinn til okkar og bauð okkur upp á bjór," sagði nemandinn.

Þrátt fyrir að flestir nemendurnir gætu verið synir eða dætur leikarans hefur aldurinn aldrei þvælst mikið fyrir honum.

Hann upplýsti nýlega að hann stundaði Pilates-æfingar með ákaflega „aðlaðandi og ungri konu" svo vitnað sé beint í hans orð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.