Viðskipti erlent

Ætla samt ekki að bjarga öllu

Sveigjanleikinn léttir undir með ríkjum í kreppu. fréttablaðið/ap
Sveigjanleikinn léttir undir með ríkjum í kreppu. fréttablaðið/ap

Kínverjar stóðu í gær við loforð sitt frá því um helgina um að leyfa meiri sveigjanleika í gengisskráningu júansins, gjaldmiðils þessa fjórða stærsta hagkerfis heims.

Seint á mánudegi stóð júanið í 6,8012 Bandaríkjadölum, og hafði þá styrkst nokkuð frá föstudegi þegar það stóð í 6,8272 dölum.

Fréttum af þessum nýja sveigjanleika var tekið af miklum fögnuði á heimsmörkuðum og stjórnvöldum margra ríkja, sem vonast til þess að með þessu létti Kínverjar þeim að skríða upp úr dýpstu lægðum heimskreppunnar.

Xinhua, opinber fréttastofa kínverska ríkisins, segir þó að leiðtogar heims geti ekki treyst á Kínverja til að bjarga sér úr vandanum, heldur verði þeir að koma sér saman um brýnar endur­bætur alþjóðlegra viðskipta.

Fyrir tveimur árum festu Kínverjar júanið við dollar til að tryggja sig gegn áföllum af heimskreppunni, og hefur júanið í þessi tvö ár haldist nokkuð stöðugt í kringum 6,83 dali.

- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×