Viðskipti erlent

Töluvert dregur úr tapi Alcoa

Hátt álverð á ársfjórðungnum hefur létt undir hjá Alcoa en það er komið yfir 2.400 dollara og hefur hækkað um 3,3% frá áramótum.
Hátt álverð á ársfjórðungnum hefur létt undir hjá Alcoa en það er komið yfir 2.400 dollara og hefur hækkað um 3,3% frá áramótum.
Bandaríski álrisinn Alcoa, sem er móðurfélag Fjarðaráls, skilaði þokkalegu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins en töluvert dró úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra. Tapið í ár nemur 201 milljónum dollara en var 497 milljónir dollara í fyrra.

Í frétt um málið á BBC segir að tekjur Alco hafi aukist á sama tíma og tekist hefur að draga úr kostnaði. Hátt álverð á ársfjórðungnum hefur létt undir hjá Alcoa en það er komið yfir 2.400 dollara og hefur hækkað um 3,3% frá áramótum.

Það sem setur strik í reikninginn hjá Alcoa er að félagið þurfti að afskrifa 295 milljónir dollara eftir að hafa lokað tveimur álverum auk skattaáhrifa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×