Bretinn Lewis Hamilton landaði sigri í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi, eftir mikla dramatík á milli Red Bull ökumannanna Mark Webber og Sebastian Vettel, sem leiddu mótið en lentu í árekstri.
McLaren ökumennirnir pressuðu í sífellu á liðsmenn Red Bull og munaði oft ekki nema 3-4 sekúndum á ökumönnum liðanna í fyrstu fjórum sætunum.
Vettel reyndi svo framúrkastur á Webber, sem varð til þess að þeir skullu saman og Vettel féll úr leik, en Webber hafði leitt keppnina frá fyrsta metra. Vettel var heitt í hamsi eftir atvikið, en róaðist eftir að keppni lauk. Webber náði að ljúka keppninni í þriðja sætið.
Við óhappið komst Hamilton í fyrsta sætið, og leiddi Jenson Button eftir brautinni. Button komst um tíma framúr Hamilton, en Hamilton sá sér leik á borði og smeygði sér framúr Button á dirfskufullan hátt í fyrstu beygju brautarinnar.
Hamilton kom því fyrstur í endamark á undan Button og Webber, sem heldur forystu í stigamótinu, þrátt fyrir ólán dagsins. Hann stefndi á þriðja sigurinn í röð í mótinu.
Webber er með 93 stig í stigamóti ökumanna, Button 88, Hamilton 84, Fernando Alonso 78 og Vettel 79. Í keppni bílasmiða er McLaren með 172, Red Bull 171 og Ferrari 146.
Lokastaðan
1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h28:47.620
2. Button McLaren-Mercedes + 2.645
3. Webber Red Bull-Renault + 24.285
4. Schumacher Mercedes + 31.110
5. Rosberg Mercedes + 32.266
6. Kubica Renault + 32.824
7. Massa Ferrari + 36.635
8. Alonso Ferrari + 46.544
9. Sutil Force India-Mercedes + 49.029
10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:05.650
1. Webber 93 1. McLaren-Mercedes 172
2. Button 88 2. Red Bull-Renault 171
3. Hamilton 84 3. Ferrari 146
4. Alonso 79 4. Mercedes 100
5. Vettel 78 5. Renault 73
6. Massa 67 6. Force India-Mercedes 32
7. Kubica 67 7. Williams-Cosworth 8
8. Rosberg 66 8. Toro Rosso-Ferrari 4