Formúla 1

Massa: Ferrari ekki með forskot

Æfingarnar ganga ekki alltaf snuðrulaust hjá Formúlu 1 köppum, en Felipe Massa var sáttur við sitt í Barcelona.
Æfingarnar ganga ekki alltaf snuðrulaust hjá Formúlu 1 köppum, en Felipe Massa var sáttur við sitt í Barcelona. mynd: Getty Images

Felipe Massa segir að Ferrari sé ekki í lykilstöðu eftir æfingar í vetur, en æfingum lauk í Barcelona í gær.

"Ég er sáttur við æfingarnar í heild sinni, í Barcelona, Valencia og á Jerez brautinni. Það eru horfur á jafnri og spennandi vertíð. Við gerðum ekki ráð fyrir að vera í forystuhlutverki og vinna fyrsta mót ársins, en verðum með samkeppnisfæran bíl og traustan. Við mættum ekki til að verða meistarar æfinganna, heldur til að undirbúa bílinn fyrir tímabilið."", sagði Massa á vefsíðu Autosport um stöðu mála.

Þá segist hann vinna vel með nýliða Ferrari, Fernando Alonso og hann hafi aldrei verið í vandræðum með liðsfélaga sína.

"Hann er klár og veit hvað skiptir máli hjá liðinu og við erum báðir að vinna að sama markmiði", sagði Massa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×