Opið bréf til Atla og Hrafns 21. október 2010 06:00 Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi: Í viðtalinu við ykkur félagana kom fram að líkur væru á að Alþingi muni hætta við að rannsaka lífeyrissjóðina þar sem nú þegar sé hafin rannsókn á vegum lífeyrissjóðanna sjálfra, þ.e. Landssambands lífeyrissjóða. Eins og fram kom í grein eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu fyrir skömmu, dreg ég stórlega í efa að slík rannsókn geti orðið annað en hvítþvottur þess sem fæst við að rannsaka eigin gerðir. Varla þarf að rifja upp fyrir ykkur að á fundi Landssamtaka lífeyrissjóðanna var ákveðið að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd óháðra, óvilhallra og hæfra einstaklinga sem hefði það hlutverk að gera úttekt á fjárfestingastefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda hrunsins. Sömu aðilar samþykktu að fela ríkissáttasemjara að tilnefna þrjá einstaklinga til setu í nefndinni. Af einhverri ástæðu sem líklega er sjálfstætt rannsóknarefni ákvað sáttasemjari aðeins að mæla með því að óvilhallur aðili tæki verkefnið að sér. Á vefnum http://skemman.is frá 04.05.2010 má lesa að Hrafn Bragason, formaður rannsóknar nefndarinnar, hafði áður verið leiðbeinandi annars starfsmanns nefndarinnar, Kristjáns Geirs Péturssonar. Þeir félagar höfðu nefnilega „rannsakað" þessi mál áður. Varla þarf að taka fram að hér eru varla lengur óháðir og hæfir aðilar á ferð. Atli sagðist ætla að bíða eftir annarri skýrslu sem unnin verður af sömu aðilum og ætlar svo að sjá til hvort ástæða verði til að rannsaka lífeyrissjóðina eitthvað frekar. Allt ber þetta vott um það gagnsæi og heiðarleika sem íslenskum almenningi er boðið upp á um þessar mundir. Því spyr ég, getur verið að störf Atla fyrir verkalýðshreyfinguna, og þá sérstaklega innan stéttarfélagsins Eflingar, stýri hér för? Auðvitað veit ég ekki hvað fór á milli Atla og Hrafns en Hrafn sagði í umræddri frétt að þegar við útkomu skýrslu þingmannanefndarinnar hefði verið haft samband við nefndina og áréttað að sjálfstæð og óháð úttekt færi fram. En þetta var auðvitað alls ekki rétt. Rannsóknin er auðvitað hvorki óháð né sjálfstæð. Með öllum ráðum virðist reynt að koma í veg fyrir að Alþingi rannsaki lífeyrissjóðina. Er ekki nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að öðlast traust og verða hafnir yfir áleitnar spurningar um spillingu? Að Hrafn skuli hafa viðurkennt að umrætt samtal hafi átt sér stað gerir hina óháðu rannsókn Landssamtakanna nefnilega alls ekki eins óháða og fólki er ætlað að halda. Getur verið, eftir allt sem á undan er gengið, að Landssamtök lífeyrissjóðanna komist upp með að stjórna rannsókn á sjálfum sér frá A til Ö? Atli Gíslason hefur starfað fyrir verkalýðshreyfinguna í áratugi. Er óeðlilegt að efast um aðkomu hans þegar annað eins mál og rannsókn á lífeyrissjóðum landsins er á döfinni? Hingað til hef ég haft trú á Atla, en eins og málið blasir við núna hefur orðið breyting á. Réttast væri að þingmaðurinn segði sig frá þessu máli nú þegar. Eins er ég á þeirri skoðun að stöðva beri rannsóknarnefnd Landssamtakanna strax og fela raunverulegum óháðum rannsakendum málið. Hér þarf alþjóðlegt rannsóknarfyrirtæki eins og t.d. Kroll að koma að málum. Engin launung er á að Kroll er óháður rannsakandi og engu háð nema heiðarlegri niðurstöðu. Það er sanngjörn krafa að lífeyrissjóðir launafólks verði hreinsaðir af því óorði sem af þeim fer. Við sem eigum og treystum á sjóðina hljótum að gera kröfu til þess að hér orki ekkert tvímælis.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar