Lífið

Bon Jovi meiddist á tónleikum

Rokkarinn Bon Jovi meiddist á kálfa á tónleikum í New Jersey
Rokkarinn Bon Jovi meiddist á kálfa á tónleikum í New Jersey
Söngvarinn Jon Bon Jovi meiddist á kálfa á tónleikum með hljómsveit sinni Bon Jovi í heimaborg sinni New Jersey. Hann lét það ekki á sig fá og lauk tónleikunum, þrátt fyrir að hafa þurft að haltra um sviðið.

 „Engar áhyggjur. Ég er ekki á leiðinni neitt annað. Ég fann kálfavöðvann fara áðan. Ég er gamall, hvað get ég sagt?," sagði hinn 48 ára söngvari. Hann lét meiðslin heldur ekki stöðva sig á næstu tónleikum sem voru í New York og ætlar að halda ótrauður áfram að syngja það sem eftir er sumarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.