Handbolti

Gensheimer valinn á kostnað Klein - Hens ekki með

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Uwe Gensheimer í leik með þýska landsliðinu.
Uwe Gensheimer í leik með þýska landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts
Uwe Gensheimer var í dag valinn í þýska landsliðshópinn sem fer á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku. Heiner Brand landsliðsþjálfari ákvað að velja hann á kostnað Dominik Klein.

„Dominik gefur sig ávallt 100 prósent fyrir liðið allt en hann er einfaldlega ekki í sínu besta formi eins og er," sagði Brand við þýska fjölmiðla í dag.

Stórskyttan Pascal Hens verður ekki heldur með í Austurríki þar sem hann á við meiðsli að stríða.

Aðrir sem komust ekki í EM-hóp Þjóðverja voru Martin Strobel, Matthias Flohr og Steffen Weinhold. „Það var ekki auðvelt að taka þessar ákvörðanir og það var mjög erfitt að greina leikmönnum frá þeim. En þetta fylgir einfaldlega handboltanum."

Gensheimer átti frábæran leik í sigri Þýskalands á Brasilíu í gær og skoraði tíu mörk úr jafnmörgum skotum.

EM-hópur Þýskalands:

Markverðir:

Johannes Bitter

Carsten Lichtlein

Silvio Heinevetter

Aðrir leikmenn:

Holger Glandorf

Michael Müller

Michael Kraus

Michael Haass

Lars Kaufmann

Sven-Sören Cristhophersen

Christian Sprenger

Stefan Schröder

Torsten Jansen

Uwe Gensheimer

Oliver Roggisch

Manuel Späth

Christoph Theuerkauf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×