Í stuttu máli 3. mars 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar