Aðeins minni úrtölur 25. janúar 2010 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um efnahagsmál Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldum er farinn að segja til sín. Ýmsir staðhæfa að við séum að fara í hundana. Að Ísland muni einangrast ef við förum ekki í einu og öllu að vilja Breta og Hollendinga. En vanmetum ekki stöðu okkar. Kapítalisminn er ágengari en margir halda; túristinn frá München ætlar til Íslands í sumar hvað sem tautar og raular; Ikea ætlar að selja Jóni og Gunnu á Íslandi stól og borð – fiskkaupmaðurinn í Grimsby ætlar að koma íslenskum fiski á veitingahúsaborð í London. Hann ætlar ekki að einangra Ísland. Vanmetum ekki heldur pólitíkina. Hún er okkur ekki að öllu leyti mótdræg. Gordon Brown þarf að sýna kjósendum sínum í tíma fyrir vorkosninguna í Bretlandi að hann kunni að laða fram lausnir. Hollenska ríkisstjórnin þarf nú að hlusta á kjósendur spyrja hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi við með því að segja að Ísland geti virkjað sig út úr vandanum. Er verið að tala um Gullfoss? Eða Geysi? Landmannalaugar? Er þetta kannski ekki milliríkjadeila? Er þetta barátta á milli málmbræðslunnar annars vegar og fossanna og hverasvæðanna hins vegar? Eða á milli fólks og fjármagns, einsog skilja má á Alain Liebitz, evrópska þingmanninum sem tók þátt í smíði tilskipunar um tryggingarsjóði innstæðueigenda? Hann segir að við séum að misskilja sitthvað í þeirri smíði. Bretar og Hollendingar misskilji hins vegar ekki neitt. Þeir séu einfaldlega að nýta sér vald sitt. Þeir kunni á gikkinn frá gamalli tíð. Allt þetta er tal sem Evrópa skilur. Ísland mun rísa, mörg teikn eru á lofti um efnahagsbata. Margt gengur okkur í haginn. Ef þverpólitísk samstaða myndast um Icesave vænkast enn okkar hagur! Þá skapast forsendur til að ná betri niðurstöðu fyrir Ísland. Það væru góð tíðindi. Það er ekki nóg að fresta skuldadögum, það munar um hverja krónu sem við náum lántökum okkar niður. Nú er að tala kjarkinn upp. Og má biðja um aðeins minni úrtölur! Það myndi hjálpa. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um efnahagsmál Niðurskurðurinn í ríkisútgjöldum er farinn að segja til sín. Ýmsir staðhæfa að við séum að fara í hundana. Að Ísland muni einangrast ef við förum ekki í einu og öllu að vilja Breta og Hollendinga. En vanmetum ekki stöðu okkar. Kapítalisminn er ágengari en margir halda; túristinn frá München ætlar til Íslands í sumar hvað sem tautar og raular; Ikea ætlar að selja Jóni og Gunnu á Íslandi stól og borð – fiskkaupmaðurinn í Grimsby ætlar að koma íslenskum fiski á veitingahúsaborð í London. Hann ætlar ekki að einangra Ísland. Vanmetum ekki heldur pólitíkina. Hún er okkur ekki að öllu leyti mótdræg. Gordon Brown þarf að sýna kjósendum sínum í tíma fyrir vorkosninguna í Bretlandi að hann kunni að laða fram lausnir. Hollenska ríkisstjórnin þarf nú að hlusta á kjósendur spyrja hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eigi við með því að segja að Ísland geti virkjað sig út úr vandanum. Er verið að tala um Gullfoss? Eða Geysi? Landmannalaugar? Er þetta kannski ekki milliríkjadeila? Er þetta barátta á milli málmbræðslunnar annars vegar og fossanna og hverasvæðanna hins vegar? Eða á milli fólks og fjármagns, einsog skilja má á Alain Liebitz, evrópska þingmanninum sem tók þátt í smíði tilskipunar um tryggingarsjóði innstæðueigenda? Hann segir að við séum að misskilja sitthvað í þeirri smíði. Bretar og Hollendingar misskilji hins vegar ekki neitt. Þeir séu einfaldlega að nýta sér vald sitt. Þeir kunni á gikkinn frá gamalli tíð. Allt þetta er tal sem Evrópa skilur. Ísland mun rísa, mörg teikn eru á lofti um efnahagsbata. Margt gengur okkur í haginn. Ef þverpólitísk samstaða myndast um Icesave vænkast enn okkar hagur! Þá skapast forsendur til að ná betri niðurstöðu fyrir Ísland. Það væru góð tíðindi. Það er ekki nóg að fresta skuldadögum, það munar um hverja krónu sem við náum lántökum okkar niður. Nú er að tala kjarkinn upp. Og má biðja um aðeins minni úrtölur! Það myndi hjálpa. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar