Íslensk kona ákærð fyrir milljóna dollara fjárkúgun 9. nóvember 2010 06:00 Vickram Bedi og Helga Ingvarsdóttir. Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir. Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Íslensk kona, Helga Ingvarsdóttir, var handtekin ásamt kærasta sínum, Vickram Bedi, í Bandaríkjunum á fimmtudag fyrir stórfellda fjárkúgun. Samkvæmt bandaríska fréttamiðlinum Patch.com, telur lögreglan í Harrison í New York-ríki að upphæðirnar sem parið kúgaði út úr fórnarlambi sínu hafi verið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala. Skrifstofa saksóknara í Westchester segir upphæðina nema um 6 milljónum Bandaríkjadala. Parið er ákært fyrir að hafa kúgað erfingja olíufyrirtækis um fyrrnefndar upphæðir á löngu árabili og eiga þau yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm. Lögreglan í Harrison segir í samtali við fjölmiðla vestanhafs að málið hafi verið í rannsókn síðan í ágúst. Eftir húsleit á heimili parsins í Chappaqua og í fyrirtæki þeirra, Datalink Computers, var lagt hald á 17 milljónir íslenskra króna í reiðufé, farartæki og skartgripi. Saksóknari sagði á blaðamannafundi í gær að hin ákærðu hefðu svikið féð út úr fórnarlambinu með flóknum lygum. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir að íslensk kona hafi verið handtekin í Bandaríkjunum og ráðuneytið hafi verið í sambandi við fjölskyldu hennar til að aðstoða þau við framhaldið. Silas, munkurinn morðóði í Da Vinci-lyklinum, var meðlimur í Opus Dei. Eins og flétta í Hollywood-mynd Samkvæmt patch.com áttu Helga og Bedi tölvufyrirtæki sem heitir Datalink. Fórnarlambið, sem er af ríkum ættum, leitaði aðstoðar hjá Datalink eftir að tölvan hans sýktist af vírus árið 2004. Bedi segir fórnarlambinu fljótlega að hann og fjölskylda hans séu í bráðri hættu. Á sex ára tímabili kokkar parið upp ótrúlega lygasögu. Það segist hafa rakið vírusinn til tölvu sem sem var í þorpi í Hondúras. Bedi segir fórnarlambinu að hann hafi sent frænda sinn, sem sé í indverska hernum, til Hondúras til að eyðileggja tölvuna. Hann hafi farið á herflugvél til Hondúras og í þorpinu hitt fyrir pólska presta með tengsl inn í kaþólsku trúarregluna Opus Dei. Bedi fullyrðir síðan að hann sjálfur sé nú farinn að starfa með bandarísku leyniþjónustunni (CIA) í þeim tilgangi að stöðva ráðabrugg pólsku prestanna. Talið er að fórnarlambið hafi á sex ára tímabili greitt Helgu og Bedi á bilinu 660 til 2.200 milljónir.
Fréttir Innlent Mest lesið Segir engan vilja búa á Gasa Erlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira