Lífið

Formið kemur með kynlífi

Robbie Williams segist halda sér í formi með því að stunda mikið kynlíf, hlaupa og spila fótbolta.
Robbie Williams segist halda sér í formi með því að stunda mikið kynlíf, hlaupa og spila fótbolta.
Robbie Williams hefur upplýst hvernig hann heldur sér í svona góðu formi. Fyrir utan að hlaupa nokkra kílómetra á dag og borða hollt þá er lykillinn kynlíf.

Robbie er reyndar ekki fyrsta stjarnan sem lýsir þessu yfir því Cameron Diaz hefur einnig talað opinberlega um hversu gott það er fyrir línurnar að stunda kynlífið.

Robbie sagði við breska blaðið Daily Star að hann og unnusta hans, Ayda Field, elskist eins oft og þau geti.

„Ef þú vilt spyrja mig út í formið þá er svarið kynlíf. Við stundum það eins mikið og við getum," sagði Robbie.

Söngvarinn hefur smám saman verið að koma sér á beinu brautina eftir mikinn öldudal og hann er meðal annars einn aðstandenda Soccer Aid-leiksins þar sem stjörnur og fyrrverandi knattspyrnuhetjur etja kappi fyrir gott málefni.

„Þessi viðburður hvetur mig áfram, ég vil vera í góðu formi þegar að leiknum kemur, ég er duglegur að hlaupa og spila fótbolta," sagði Robbie.

Söngvaranum hefur oft verið legið á hálsi fyrir að vera of feitur. En Robbie segist með æfingum sínum ekki hafa misst neitt rosalega mikið af kílóum.

„Vöðvamassinn er bara orðinn meiri og það er frábært að hafa eitthvað til að stefna að," segir Robbie.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.