Innlent

Sló brautarmet í Laugavegshlaupinu

Helen kemur í mark í dag.
Helen kemur í mark í dag. Mynd/marathon.is
Fyrstu hlauparar í Laugavegshlaupinu sem nú fer fram milli Landmannalauga og Þórsmerkur eru komnir í mark. Sigurvegari í karlaflokki var Þorlákur Jónsson og í kvennaflokki Helen Ólafsdóttir.

Helen sló brautarmet í kvennaflokki þegar hún kom í mark á tímanum 5:21:12. Gamla metið átti Bryndís Erntsdóttir en það var 5:31:15. Þorlákur var á tímanum 4:48:01 sem er um hálftíma frá metinu sem Þorbergur Ingi Jónsson setti í hlaupinu 2009. Helgi Júlíusson sem var í öðru sæti leiddi hlaupið um tíma en missti Þorberg framúr sér á síðasta hluta leiðarinnar.



Fyrstu karlar


1. Þorlákur Jónsson 4:48:01

2. Helgi Júlíusson 4:49:43

3. Valur Þórsson 4:54:09

Fyrstu konur

1. Helen Ólafsdóttir 5:21:12

2. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir 5:28:10

3. Sif Jónsdóttir 5:49:15

Aðstæður á hlaupaleiðinni munu að sögn hlaupara vera mjög góðar. Heldur heitt var til að byrja með en þegar dró fyrir sólu urðu aðstæður hinar bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×