Lífið

Rassaæfing sem virkar - myndband

Ellý Ármanns skrifar

„Þetta er svona hörkupúl fimm sinnum í viku og fólk sér eflaust árangur eftir tvær vikur, " sagði Íris Ann þolfimiþjálfari þegar við spurðum hana m.a. út í Body Express námskeiðin í Baðhúsinu í morgun.

„Þá þarf maður að kýla kannski bara á það og reyna aðeins meira á sig og það gerist einmitt í svona hvetjandi tímum þar sem allir eru að vinna saman," sagði hún þegar talið barst að þessum 3-5 aukakílóum sem neita að fara.

Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá rassaæfingu sem Íris Ann segir að virki.


Tengdar fréttir

Þessi stelpa kann að taka armbeygjur - myndband

„Mataræðið skiptir 50% máli í að standa sig vel. Andlega hliðin er náttúrulega mjög mikilvæg..." sagði Annie Mist Þórisdóttir Crossfit meistari meðal annars eftir að hún tók nokkrar armbeygjur fyrir okkur.

Þær gerast ekki liðugri - myndband

„Það er til þess að við náum að vinna betur með líkamann. Það opnast á þetta flæði..." útskýrði Jóhanna Karlsdóttir hotjógakennari í Sporthúsinu þegar við spurðum hana um íþróttina eftir 90 mínútna hotjóga tíma í gær. Smelltu á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt ef þú vilt sjá viðtalið við Jóhönnu og jógastöðurnar sem hún sýnir okkur. Hotyoga.is Sporthúsið.is (Hotjóga)

Þessir stæltu handleggir slá allt út - myndband

„Það þýðir ekkert að vera í einhverju dúlleríi," segir Anna Eiríksdóttir íþróttakennari og deildastjóri kennara og einkaþjálfara í Hreyfingu en hún stjórnar námskeiðunum Fantagott form sem allir eru að tala um. „Það geta allir verið með. Það er það góða við þetta. Það er svo gaman að fylgjast með hvað fólk er að ná frábærum árangri á skömmum tíma."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×