Enski boltinn

Rafael Benítez fær að klára tímabilið með Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benítez endist enn í starfinu þrátt fyrir mikla utan að pressu.
Rafael Benítez endist enn í starfinu þrátt fyrir mikla utan að pressu. Mynd/AP
Stjórn Liverpool hefur ekki misst trúna á stjóra sínum Rafael Benítez þrátt fyrir hörmulegt gengi liðsins og harða gagnrýni sem Spánverjinn hefur orðið fyrir í breskum fjölmiðlum. Liverpool er úr leik í Meistaradeildinni og bikarkeppnunum báðum auk þess sem staða liðsins í deildinni er allt annað en góð.

Rafael Benítez getur þó aðeins bjargað starfi sínu takist honum að skila félaginu í hóp fjögurra efstu liðanna og þar með inn í Meistaradeildina á næsta ári. Liverpool er nú í 7. sæti fimm stigum á eftir Manchester City sem situr í fjórða og síðasta sætinu inn í Meistaradeildina.

Rafael Benítez skrifaði undir fimm ára samning við Liverpool fyrir einu ári og var samningurinn meira en fjögurra milljóna punda virði. Það hjálpar Benítez að það er ekki hefð fyrir því í Liverpool að láta stjóra fara á miðju tímabili sem og að það gæti orðið mjög kostnaðarsamt að reka Spánverjann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×