Vettel og Webber ósamála um áreksturinn 30. maí 2010 17:58 Sebastian Vettel var funheitur eftir að hafa fallið úr keik, eftir árekstur við liðsfélaga sinn Mark Webber hjá Red Bull í dag. Þeir misstu af mögulegum sigri vegna atviksins. mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber. Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru ekki sammála um atburðarrásina í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi í dag. Vettel segist ekki hafa gert mistök þegar hann reyndi framúrakstur á Webber, en þeir voru í forystu í mótinu og aka báðir fyrir Red Bull. "Það er ljóst að þegar myndir af atvikinu eru skoðaðar að ég var á undan og einbeitti mér að réttum bremsupunkti. Við snertumst og hann snerti hægra afturhjólið hjá mér og ég fór útaf. Það er engin slagur á milli okkar eftir mótið. Þetta gerðist bara. Við þurfum ekki á þessu að halda, en þetta gerðist", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Vitanlega er ég ekki ánægður. Ég held að Mark, ég og Lewis höfum verið með svipaðan hraða, en ég var aðeins fljótari en Mark og vissi að ég gæti komist framúr honum." Webber sá hlutina ekki á sama hátt og Vettel: "Seb var með meiri hámarkshraða og fór innanvert í framúrakstur. Við vorum samhliða og hann virðist hafa beygt snarlega til hægri og við snertumst", sagði Webber. "Þetta gerðist hratt og synd fyrir liðið. Þetta var góð keppni milli okkar og McLaren fram að þessu atviki. Hvorugur vildi óhapp, en þetta getur gerst. Það var mikið eftir að mótinu, þannig að við vorum ekki með bókaðan sigur. Ég náði í nokur stig, en þetta voru ekki úrslitin sem við félagarnir vildum uppskera", sagði Webber.
Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira