Pólitískt forræði væri afturför 10. júlí 2010 06:00 Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Ingvar Gíslason fv. ráðherra birtir grein í Fréttabl. 8. júlí sl. Sumt tek ég undir í grein hans en um annað erum við ósammála. Ingvar fjallar um „kapítalíska“ þróun „auðvaldsöflum til framdráttar“ á síðustu árum og segir: „Forusta Framsóknarflokksins sá ekki við þessari þróun, en horfði upp á það að samvinnuhreyfingunni var tvístrað, sparisjóðirnir urðu bröskurum að bráð og landsbyggðinni blæddi.“ Þessi orð eru ekki bein ásökun en tónninn er hiklaus. Unnið var að því að móta viðskiptaumhverfi og fjármálakerfi hérlendis í líkingu við það sem jafnaðar- og félagshyggjuöfl höfðu áður átt hlut að á öðrum Norðurlöndum. Framsóknarmenn, Sjálfstæðismenn, Alþýðuflokksmenn og síðar Samfylkingarmenn stóðu saman að þessu. Lög um fullt sjálfstæði eftirlitsstofnana, Samkeppniseftirlits, Fjármálaeftirlits, Seðlabanka og fleiri áttu m.a. að hindra stjórnmálamenn frá því að hafa bein afskipti af þeim. Óljóst er hvernig skilja ber orð um „tvístrun“ samvinnuhreyfingarinnar. Samgöngubætur sameinuðu þjónustusvæði og hnekktu stöðu margra kaupfélaga. Fjármögnun var kaupfélögunum viðvarandi vandamál. Umbætur á lögum um samvinnufélög drógust of lengi. Árið 2010 er verulegur hluti smásöluverslunar á landsbyggðinni og um 18% smásölu í landinu öllu á vegum Samkaupa hf. sem eru í eigu kaupfélaga. Auk þess starfa nokkur kaupfélög, m.a. í sjávarútvegi, og samvinnufélög reka afurðastöðvar. Ekki fer á milli mála að braskarar lögðu nokkra sparisjóði undir sig. Ákvæði laga um stofnsjóðseignir voru þó alveg skýr. Eftirlitsstofnanir töldu ekki um eiginlegt samsæri eða beinar lögleysur að ræða. Á landsbyggðinni þrengdu breyttar aðstæður að sparisjóðunum líkt og kaupfélögunum. Þó starfa nokkrir sparisjóðir enn með ágætum. Ingvar virðist telja vanda landsbyggðarinnar af pólitískum toga. Réttara mun þó að tæknileg þróun með stórkostlegri framleiðsluaukningu og vaxandi framleiðni rekstrareininga hefur mestu ráðið um gerbreytta stöðu landbúnaðar, afurðastöðva, fiskveiða og fiskiðnaðar. Úti á markaðinum gætti græðgi og öfgakenndra frjálshyggjusjónarmiða í vaxandi mæli. Stefnt var að því að minnka pólitíska íhlutun. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis bendir eindregið til þess að misferli í bönkunum hafi miklu frekar ráðið úrslitum heldur en skortur á pólitískum afskiptum. Margir munu álíta það mikla afturför ef pólitískt forræði verður aftur innleitt hér á vettvangi atvinnu- og viðskiptamála. Ingvar fer nokkrum orðum um Evrópusambandið og telur það „mótast sem bandaríki (federal states)“. Innan Evrópusambandsins gætir margra sjónarmiða. Mjög margir á þeim vettvangi standa eindregið gegn „alríkisþróun“ þar og vilja að Evrópusambandið haldi áfram að efla og styrkja þjóðríkin, þjóðtungur og þjóðmenningu eins og hingað til. Um þetta vitnar m.a. 50. gr. aðalsáttmála Evrópusambandsins í útgáfunni sem kennd er við Lissabon. Þar segir í lauslegri þýðingu: „Sérhvert aðildarríki getur ákveðið að ganga úr sambandinu samkvæmt eigin stjórnlögum. … Sáttmálar sambandsins skulu falla úr gildi að því er þetta ríki varðar er úrsagnarsamningur gengur í gildi, eða tveimur árum eftir úrsagnartilkynningu ef ekki næst slíkur samningur, nema samkomulag verði um að lengja þennan frest.“ Hér er algerlega ljóst að aðildarríki Evrópusambandsins halda stjórnarfarslegu fullveldi sínu óskertu og fullkomnu eigin forræði um eigin framtíð. Fagna ber áhuga Ingvars Gíslasonar og annarra á framtíð fullveldis Íslendinga. Aldrei má sofna á þeim verði.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun