Formúla 1

Sebastian Vettel fremstur á ráslínu

Sebastian Vettel náði besta tíma í Suður Kóreu í nótt.
Sebastian Vettel náði besta tíma í Suður Kóreu í nótt. Mynd: Getty Images/Mark Thompson

Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum á nýju Formúlu 1 brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann varð á undan Mark Webber á samskonar bíl, en Fernando Alonso á Ferrari náði þriðja sæti.

Alonso var með besta tíma allt þar til að Vettel lauk sínum síðasta hring og Webber fylgdi í kjölfarið og báðir slógu við tíma Alonso.

Keppinautur þeirra í titilslagnum, Lewis Hamilton varð fjórði og Jenson Button sem á líka möguleika á titli ræsir af stað í sjöunda sæti

Webber er með 220 stig í stigamóti ökumanna , en Alonso og Vettel 206. Hamilton er með 192 stig, en Button 189. Þremur mótum er ólokið og fyrir sigur fást 25 stig í hverju móti, annað sætið 18 stig, þriðja 15, síðan 12 og 10 fyrir fjórða og fimmta sæti og færri stig fyrir næstu sæti á eftir.

Staða Vettels er því vænleg á fremsta rásstað, en hann þarf að sækja á 14 stiga forskot Webbers, rétt eins og Alonso. Hamilton og Button þurfa helst að ná afburðar árangri í Suður Kóreu, til að keppinautar þeirra stingi ekki af í stigamótinu, en Hamilton er 28 stigum á eftir Webber og Button 31.

Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum kl. 05.30 í nótt, en mótið verður endursýnt kl. 17.05 á sunnudag.

1. Vettel Red Bull-Renault 1:37.123 1:36.074 1:35.585 2. Webber Red Bull-Renault 1:37.373 1:36.039 1:35.659 3. Alonso Ferrari 1:37.144 1:36.287 1:35.766 4. Hamilton McLaren-Mercedes 1:37.113 1:36.197 1:36.062 5. Rosberg Mercedes 1:37.708 1:36.791 1:36.535 6. Massa Ferrari 1:37.515 1:36.169 1:36.571 7. Button McLaren-Mercedes 1:38.123 1:37.064 1:36.731 8. Kubica Renault 1:37.703 1:37.179 1:36.824 9. Schumacher Mercedes 1:37.980 1:37.077 1:36.95010. Barrichello Williams-Cosworth 1:38.257 1:37.511 1:36.99811. Hulkenberg Williams-Cosworth 1:38.115 1:37.62012. Kobayashi Sauber-Ferrari 1:38.429 1:37.64313. Heidfeld Sauber-Ferrari 1:38.171 1:37.71514. Sutil Force India-Mercedes 1:38.572 1:37.78315. Petrov Renault 1:38.174 1:37.799 *16. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1:38.583 1:37.85317. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1:38.621 1:38.59418. Liuzzi Force India-Mercedes 1:38.95519. Trulli Lotus-Cosworth 1:40.52120. Glock Virgin-Cosworth 1:40.74821. Kovalainen Lotus-Cosworth 1:41.76822. di Grassi Virgin-Cosworth 1:42.32523. Yamamoto HRT-Cosworth 1:42.44424. Senna HRT-Cosworth 1:43.283






Fleiri fréttir

Sjá meira


×